Bandaríska háskólagolfið: Berglind Björns og lið UNCG eru í 1. sæti á Southern Conference Champion
Í gær hófst í Moss Creek Golf Club á Hilton Head Island í Suður-Karólínu, Southern Conference Champion. Mótið er 3 daga, stendur frá 15. apríl -17. apríl 2012. Þátttakendur eru 50 frá 10 háskólum, þ.ám. taka þátt Berglind Björnsdóttir og félagar í UNCG. Ingunn Gunnarsdóttir tekur ekki þátt en lið hennar í Furman háskóla keppir. Lið Furman er í 3. sæti eftir 1. dag. Eftir 1. dag er staðan sú að Berglind spilaði á +7 yfir pari 79 höggum og deilir 16. sætinu í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni er lið Berglindar, UNCG hins vegar í 1. sæti og telur skor Berglindar, þar sem hún var á 4. besta skorinu í liði Lesa meira
EPD: Stefán Már og Þórður Rafn spiluðu 1. hring á Open Dar Es Salam mótinu í Marokkó
Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR hófu í gær keppni á Open Dar Es Salam mótinu í Marokkó en mótið er hluti af þýsku EPD-mótaröðinni. Stefán Már spilaði á +3 yfir pari, 76 höggum og er í 23. sæti eftir 1. hring, en Þórður Rafn lék á +5 yfir pari, 78 höggum og er í 50. sæti. Stefán Már hóf leik af 1. teig en Þórður Rafn 10. Þátttakendur í mótinu eru 127 og 40 efstu komast í gegnum niðurskurð. Efstur í mótinu er Þjóðverjinn Daníel Wünsche, spilaði á -4 undir pari, 69 höggum. Golf 1 óskar þeim Stefáni Má og Þórði Rafni góðs gengis í dag Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn lauk leik í 21. sæti á Hawkeye mótinu
Ólafur Björn Loftsson, NK og félagar í Charlotte luku í kvöld leik á Hawkeye-Great River Entertainment Invitational, í bandaríska háskólagolfinu. Mótið, var 2 daga mót (14.-15. apríl) og fór fram á Finkbine golfvellinum í Iowa City, Iowa. Þátttakendur voru 60 kylfingar frá 11 háskólum. Ólafur Björn spilaði á samtals +3 yfir pari, samtals 219 höggum (75 72 72) og deildi 21. sætinu, sem er bæting um 10 sæti frá því í gær. Ólafur Björn var á 2. besta skori liðs síns. Efstur í mótinu varð heimamaðurinn Nate McCoy, úr Iowa State og hafði nokkra sérstöðu var á samtals -14 undir pari, samtals 2-2ö2 höggum (68 65 69). Lið Charlotte varð í Lesa meira
PGA: Carl Pettersson sigraði á RBC Heritage – hápunktar og högg lokahringsins
Það var Svíinn Carl Pettersson sem sigraði á RBC Heritage mótinu. Petterson spilaði hringina 4 á samtals -14 undir pari, samtals 270 höggum (70 65 66 69) og átti heil 5 högg á þann sem vermdi 2. sætið Bandaríkjamanninn Zach Johnson. Í 3. sæti varð síðan nýliðinn Colt Knost á samtals -8 undir pari. Fjórða sætinu á samtals -6 undir pari deildu síðan Bandaríkjamennirnir Billy Mayfair og Kevin Stadler og munar heilum 8 höggum á þeim og Pettersson, sem sýnir bara hversu miklir yfirburðir hans voru í mótinu. Sjá má úrslitin með því að smella HÉR: Sjá má hápunkta lokahrings RBC Heritage með því að smella HÉR: Sjá má högg Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn spilaði lokahringinn á ACC Women´s Golf Championship á 68 höggum! Varð í 2. sæti!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest spilaði 3. hring á ACC Women´s Golf Championship mótinu á -3 undir pari, 68 glæsilegum höggum!!! Hún varð í 2. sæti ásamt Alejöndru Cangrejo frá Duke og Marina Salinas, frá Florida State. Lindy Duncan, sem er nr.1 á bandarísku háskólamótaröðinni sigraði á mótinu og „bláu djöflarnir“ í Duke unnu liðakeppnina. Lið Wake Forest varð í 3. sæti. Fæstir gera sér grein fyrir hversu mikið afrek þetta er hjá Ólafíu Þórunni, því flatirnar á Sedgefield golfvellinum í Greensboro, Norður-Karólínu eru sleipar eins og parket líkt og þeir sem fylgdust með Ólafíu Þórunni í beinni hér á Golf 1 sáu. Ólafía Þórunn er að spila á Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Fylgist með Ólafíu Þórunni á lokahringnum á ACC Women´s Golf í beinni
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og lið hennar í Wake Forest spilar nú lokahringinn á ACC Women´s Golf Championship. Eftir 2. hring í gær er Ólafía Þórunn í 6. sæti ásamt liðsfélaga sínum Cheynne Woods, frænku Tigers. Til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni í beinni smellið hér: ÓLAFÍA ÞÓRUNN – LOKAHRINGUR ACC WOMEN´S GOLF CHAMPIONSHIP
GSG: Karl Hólm og Halldór R Halldórsson sigruðu á Vormóti nr. 1 í Sandgerði
Í gær fór fram Vormót nr. 1 á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Alls voru 53 skráðir í mótið og luku 47 leik. Helstu úrslit í höggleiknum urðu eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur 1 Karl Hólm GSG 3 F 36 39 75 3 75 75 3 2 Daníel Einarsson GSG 8 F 39 37 76 4 76 76 4 3 Þór Ríkharðsson GSG 1 F 37 39 76 4 76 76 4 4 Halldór R Halldórsson GKG 10 F 38 39 77 5 77 77 5 5 Kjartan Dór Kjartansson GKG -1 F 41 37 78 6 78 78 6 Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (19. grein af 20) – Christine Song
Sú sem varð í 2. sæti á lokaúrtökumóti LPGA sem fram fór í Flórída, 30. nóvember – 4. desember 2011, er Christine Song. Christine fæddist í Burbank, Kaliforníu 14. júní 1991 og er því aðeins 20 ára. Hún byrjaði að spila golf 10 ára og segir pabba sinn þá persónu sem hafi haft mest áhrif á feril sinn. Christine gerðist atvinnumaður 17 ára, og er ein af þeim ungu kylfingum sem kaus að komast á mótaröð og fullnýta golfhæfileika sína í stað þess að fara í háskóla. Christine komst strax á Futures Tour, þ.e. 21. janúar 2009. Þar á hún að baki 2 sigra. Hún sagði í viðtali að þar hefði Lesa meira
GG: Rafn Stefán sigraði tvöfalt í Skálamóti nr. 3 í Grindavík
Á heimasíðu GG segir eftirfarandi um úrslit á þriðja Skálamóti GG: „Það var frábær mæting í þriðja Skálamót GG í dag. 119 kylfingar voru skráðir til leiks. Í upphafi var rigninga og fremur kalt í veðri en þegar leið á daginn léti til og hlýnaði. Völlurinn var í einu orði sagt frábær, flatir eins og þær gerast bestar, hvað þá á þessum árstíma og kylfingar kunnu svo sannarlega að meta aðstæðurnar, þó skorið væri æði misjafnt. Orðstýr og umfjöllun um völlin hefur einnig aukist samhliða þessum draumaaðstæðum. Margir sem þátt tóku hafa verið með í öllum skálamótunum til þessa, stærstur hluti gesta frá öðrum klúbbum. Það eitt segir sína sögu Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Agla Hreiðarsdóttir – 15. apríl 2012
Það er Agla Hreiðarsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Agla er fædd 15. apríl 1960 og er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Agla tekur virkan þátt í innanfélagsmótum hjá Keili, bæði púttmótum og mótaröðum sem og öðrum opnum golfmótum og spilar golf hérlendis sem erlendis. Sjálf hefir afmæliskylfingurinn sagt: „Ég spila golf og verð sjúkari í golfið með hverju sumrinu enda frábær félagsskapur og fín útivera.“ Agla er gift Gunnari Bergmann og á 3 börn, Gunnar, Karenu og Þóreyju og tvo dásamlega ömmu/afastráka, Gabríel Bergmann 3ja ára og Kristján Frey næstum 2ja ára. Hægt er að komast á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan: Agla Hreiðarsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga Lesa meira









