Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2012 | 20:15

GÞ: Guðmundur Ágúst og Ragnar Ágúst unnu í Opnu móti á Þorláksvelli í dag

Í dag, Sumardaginn fyrsta,  fór fram Opið mót á Þorláksvelli þeirra GÞ-manna. Alls voru 135 skráðir í mótið og 125 luku keppni. Leikfyrirkomulag er höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Veitt voru verðlaun fyrir 1. sætið í höggleik og verðlaun fyrir 3 efstu sætinu í punktakeppninni. Það var Ragnar Ágúst Ragnarsson, GK, sem vann punktakeppnina á glæsilegurm 39 punktum. Höggleikinn vann Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, ekkert síður glæsilega, var á -3 undir pari, 68 höggum. Önnur úrslit voru eftirfarandi: Punktakeppni með forgjöf:  Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls H1 CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir +2 1 Ragnar Ágúst Ragnarsson GK 5 F 22 17 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2012 | 19:30

GS: Finnbogi Einar Steinarsson og Aðalsteinn Ingi Magnússon sigruðu í Opna Gull Texas Scramble í Leirunni

Gull mótaröðin hélt áfram í dag. Leikið var með texas scramble fyrirkomulagi. Um 140 keppendur mættu til leiks. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú eftstu sætin. Úrslit urðu sem hér segir: 1 Team Leeds -Finnbogi Einar Steinarsson Aðalsteinn Ingi Magnússon 61 2 Luis Fabiano -Gunnar Gunnarsson Emil Þór Ragnarsson 62 3 Feðgin -Heiða Guðnadóttir Guðni Vignir Sveinsson 62 4 Elías Kristjánsson -Elías Kristjánsson Alfreð Elíasson 63 5 Kjartan Einarsson -Kjartan Einarsson Aðalsteinn Bragason 64 6 Dvergurinn og risinn -Gunnhildur Kristjánsdóttir Særós Eva Óskarsdóttir 64 7 shaba hæja -Guðjón Reyr Þorsteinsson Atli Örn Sævarsson 64 8 Humar -Pétur Már Pétursson Hermann Jónasson 64 9 Lundar -Hafliði Ingason Sigþór Óskarsson 65 10 Hlynur Þór Stefánsson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2012 | 19:00

Tinnu gekk ekki vel á 1. hring á Banesto Tour Zaragoza mótinu í dag

Í dag hófst á Club de Golf la Peñaza í Zaragoza, á Spáni Banesto Tour Zaragoza mótið. Atvinnukylfingurinn, Tinna Jóhannsdóttir, GK tekur þátt og þetta var einfaldlega ekki dagurinn hennar í dag. Hún spilaði á + 9 yfir pari, 81 höggi og er sem stendur í 72. sæti. Á morgun verður keppni um að komast í gegnum niðurskurð og verður Tinna að eiga frábæran hring til þess að það takist. Laura Sedda. Það eru 87 keppendur í mótinu og að venju eru þær gríðarsterkar.  Í efsta sæti sem stendur er ítalska stúlkan Laura Sedda, sem spilaði á -2 undir pari, 70 höggum Mjög fá skor voru undir pari eða aðeins 5. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Elías Magnússon – 19. apríl 2012

Það er Elías Magnússon, sem er afmæliskylfingur dagsins. Elías er fæddur 19. apríl 1939 og á því 73 ára afmæli í dag! Mörgum er Elías að góðu kunnur því hann starfar sem ræsir hjá Golfklúbbnum Keili og er þar að auki stórgóður kylfingur. Komast má á síðu afmæliskylfingsins hér fyrir neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn: Elías Magnússon Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag: Matteo Manassero, f. 19. apríl 1993 (19 ára)  … og … Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun F. 19. apríl 1994 (18 ára) Páll Sævar Guðjónsson F. 19. apríl 1970 (42 ára) Valtýr Auðbergsson F. 19. apríl 1976  (36 ára) Golf 1 óskar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2012 | 09:00

Gleðilegt sumar!

Í dag er frídagur, Sumardagurinn fyrsti og og menn fjölmenna á golfmót. Fimm mót eru haldin hér á landi í dag, þar af 4 opin. Fyrir Norðan á Akureyri er haldið Vormót GA – Styrktarmót Unglingaráðs. Unglingarnir í GA hafa verið við æfingar á Costa Ballena, í Cádiz á Spáni. Mótið er haldið þeim til styrktar og eru 77 manns skráðir í mótið.  Bent skal á að hægt er að styrkja mótið „á ská“ þ.e. án þátttöku og skulu þeir sem hafa tök á og hug á slíku snúa sér til Önnu Einarsdóttur á tölvupóstfang annaeina@simnet.is eða í síma: 864-7083, eftir helgi. Á höfuðborgarsvæðinu er boðið upp á „Opna Sumadagurinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2012 | 08:30

Evróputúrinn: Matthew Baldwin leiðir á Volvo China Open eftir 1. dag

Það er Bretinn Matthew Baldwin sem leiðir eftir 1. dag á Volvo China Open. Mótið hófst í dag í Bihai Lake golfklúbbnum í Tianjin, Kína og stendur fram á sunnudag. Nokkrir eiga eftir að ljúka leik en fremur ólíklegt að nokkur nái Baldwin, sem spilaði á 65 höggum, -7 undir pari. Fimm kylfingar komu inn á 66 höggum, þ.á.m. Hollendingurinn Joost Luiten og eru sem stendur í 2. sæti. Til þess að sjá stöðuna á Volvo China Open eftir 1. dag smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2012 | 06:00

LPGA: Beth Bader leiðir eftir 1. hring LOTTE mótsins í Hawaii

Fyrsta hring LOTTE-mótsins á LPGA mótaröðinni lauk í nótt. Keppt er í Ko Olina Golf Club í Kapolei, Oahu á Hawaii og stendur mótið frá 18. – 21. apríl 2012. Eftir 1. hring leiðir Beth Bader frá Bandaríkjunum, er búin að spila á -4 undir pari, 68 höggum. Beth Bader er ekki meðal þekktari kylfinga LPGA. Beth er fædd 30. ágúst 1973 og er því 38 ára. Hún hefir samt verið á LPGA frá árinu 2001 eða í 11 ár og er löng búin að vinna sér inn $ 1.000.000,- í verðlaunafé. Hún nær sjaldnast efstu sætunum, en er dugleg að koma sér gegnum niðurskurði. Ef hún nær að halda Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2012 | 23:45

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra lauk leik í 5. sæti á WCC Championships

Í dag lauk í San Juan Oaks Golf Club í Hollister, Kaliforníu West Coast Conference Championship háskólamótinu. Mótið stóð í  3 daga 16.-18. apríl 2012. Þátttakendur voru 30 úr 6 háskólum, þ.á.m. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og liðsfélagar hennar í University of San Francisco. Eygló Myrra spilaði á  +10 yfir pari, samtals 226 höggum (75 76 75) og lauk leik í 5. sæti. Lið University of San Francisco varð í 2. sæti af háskólaliðunum. Til þess að sjá úrslitin á West Coast Conference Championship smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2012 | 21:00

GSÍ skrifar undir áframhaldandi samning við Flugleiðir

Í dag skrifaði forseti GSÍ undir samstarfssamning við Icelandair, en fyrirtækið hefur verið um árabil traustur samstarfsaðili golfsambandsins sem og íþróttahreyfingarinnar í heild. Samstarf GSÍ og Icelandair byggist á stuðningi við afrekskylfinga sambandsins og verða landsliðsbúningar merktir Icelandair. jafnframt verður Icelandair samstarfsaðili ásamt Vitaferðum á Íslandsmóti 35+ og Íslandsmóti eldri kylfinga. Í ræðu sinni við þetta tækifæri sagði Birkir Hólm Guðnason forstjóri Icelandair  „að gífurleg aukning hefur orðið á íþróttatengdum ferðalögum á undanförnum árum um allan heim. Á vegum Icelandair ferðast árlega tugir þúsunda farþega vegna íþrótta, bæði sem iðkendur og áhorfendur. Algengustu iðkendaferðir tengjast golfi og skíðaíþróttinni en þegar kemur að áhorfendaferðum er það fótboltinn í Englandi sem nýtur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2012 | 20:30

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2012 (1. grein af 21): Victor Riu og Maarten Lafeber

Hér verður byrjað að kynna „strákana 37″ sem fengu kortin sín á Evróputúrinn keppnistímabilið 2012. Það eru þeir strákar sem lenda í 30. sætinu eða ofar á lokaúrtökumótinu sem hljóta kortin. Að þessu sinni voru 8 strákar sem deildu 30. sætinu og því alls 37 sem hlutu kortin. Byrjað verður að kynna 2 af þessum 8 sem deildu 30. sætinu: Victor Riu frá Frakklandi og Maarten Lafeber frá Hollandi. Victor Riu Victor Riu er franskur, fæddur 6. apríl 1985 og því nýorðinn 27 ára. Hann er 1,83 cm og 76 kg. Í Frakklandi er hann félagi í Saint Nom la Breteche golfklúbbnum fræga, þar sem Trophée Lancôme fer fram á Lesa meira