
Nýju stúlkurnar á LPGA (20. grein af 20) – Junthima Gulyanamitta
Það var Junthima (Numa) Gulyanamitta sem sigraði á lokaúrtökumóti LPGA 2011, sem fram fór á Legends og Champions golfvöllunum í Flórída, dagana 30. nóvember – 4. desember 2011. Hún er því síðasti nýliðinn á LPGA, sem kynnt verður hér á Golf 1 að sinni.
Numa Gulyanamitta er thaílensk. Hún fæddist 12. nóvember 1988 og er því 23 ára. Foreldrar hennar eru Jumnuan og Rugee Gulyanamitta og hún á 3 systur Russamee, Thirapan og Jaruwan. Numa er frá Muang Rayong í Thaílandi.
Numa byrjaði að spila golf 7 ára. Meðal áhugamála hennar eru að elda, að baka að hlusta á tónlist, að spila á píanó að spila körfubolta og synda. Það sem hún hefir mest gaman fyrir utan golf er að baka.
Numa var í Rayongwittayakhom menntaskólanum í Thaílandi og spilaði síðan í bandaríska háskólagolfinu með Purdue University, þar sem hún sigraði á Big Ten Conference Championship, og var valin Big Ten leikmaður ársins 2011 og eins var hún íþróttamaður ársins 2011 hjá Purdue. Hún lagði sitt á vorgarskálarnar til þess að Purdue ynni NCAA Women’s Golf Championship árið 2010. Árið 2011 útskrifaðist Numa frá Purdue með gráðu í flugrekstri.
Um afrek Numu í bandaríska háskólagolfinu sjá HÉR:
Numa gerðist atvinnumaður í golfi eftir útskrift 2011 og strax í fyrstu tilraun komst hún á LPGA og spilar þar nú sitt fyrsta keppnistímabil sem nýliði.
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023