Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2012 | 20:00

LET: Marina Eberl-Ellis um það hvernig gengur að sameina móðurhlutverkið og að vera atvinnukylfingur

Marina Eberl-Ellis er þýskur kylfingur, sem spilar á Evrópumótaröð kvenna LET (ens. Ladies European Tour). Hún spilar nú í fyrsta sinn á túrnum eftir fæðingarorlof sem hún tók eftir fæðingu fyrsta barnsins síns, dótturinnar Lindu í nóvember 2010. Martina hefir þrívegis sigrað á LET þ.e. vann Madrid Ladies Masters 2007,  BMW Italian Open 2008 og Nykredit Masters 2008 í Danmörku. Hér talar hún í stuttu viðtali um nýfengið hlutverk sitt, sem móður og hvernig það er að vera mamma lítillar dömu á túrnum.

Hvernig tekst þér þetta að vera með ungt barn og spila á LET?

Sem stendur skil ég hana eftir heima, vegna þess að hún getur farið á dagheimili og maðurinn minn og mamma líta eftir henni. Ég tek hana með mér á mót sem auðvelt er fyrir mig að keyra á (frá Þýskalandi) t.d. í Austurríki og í Sviss og þá er tengdó líka með í för.

Hver lítur eftir barninu þínu þegar þú ert heima?

Linda fer á dagheimili frá 8.15 til 3pm. Það gefur mér nægan tíma til æfinga og annars, sem ég þarf að gera.

Í hve mörg mót tekurðu barnið með þér?

Til München, þar sem við sofum í heimahúsi til Austurríkis og Sviss.

Hvering líður barni á golfmóti og hvernig er haft ofan af fyrir þeim?

Ég veit ekki en ég hugsa að haft verið ofan af fyrir þeim fyrir utan golfvöllinn.

Hvað er erfiðast við að vera atvinnukylfingur og eiga barn?

Fyrst og fremst að það er mun minni tími til æfinga. Eins er hægt að stroka yfir æfingar eða stefnumót þegar maður er með veikt barn heima. Og auðvitað er hreinasta helvíti fyrir mig að fara að heiman án þess að hafa hana með.

Hvað er mest gefandi við að vera móðir og atvinnukylfingur samtímis?

Ég ræð tíma mínum sjálf þannig að ég get skipulagt daginn eins og mér sýnist. Þannig að ég get varið nægum tíma með henni samanborið við mæður sem verða að vera í vinnunni allan daginn.

Myndir þú vilja að dóttir þín yrði atvinnukylfingur og er hún kannski byrjuð að æfa golf?

Hún á plastkylfur sem hún elskar og líka golfbolta. En hún er allt of lítil til þess að vera byrjuð í golfi, aðeins 1 1/2 árs. Ef henni langar til þess að vera atvinnukylfingur verð ég síst allra til þess að fá hana ofan af því, en ég segi henni líka að þetta sé erfitt. Aðalatriðið er á klára skólann og síðan getur hún gert það sem hún vill.  En eins og staðan er núna hugsa ég að henni finnist mest gaman að vera á smáhestum.

Heimild: LET