Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2012 | 19:45

EPD: Stefán Már lauk leik í 24. sæti á Open Dar Es Salam mótinu í Marokkó

Stefán Már Stefánsson, GR, spilaði lokahringinn á 76 höggum á Open Dar Es Salam mótinu, sem lauk í Marokkó í dag. Á hringnum í dag var Stefán Már með 5 skolla og 2 fugla, en völlurinn var par-73. Samtals spilaði Stefán Már á +6 yfir pari, samtals 225 höggum (76 73 76).

Stefán Már lauk leik T-24, þ.e. deildi 24. sætinu með 2 öðrum.

Efstur í mótinu varð Skotinn David Law á samtals -3 undir pari, samtals 216 höggum (73 73 70).

Til þess að sjá úrslitin í Open Dar Es Salam smellið HÉR: