Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2012 | 07:45

Lee Westwood gefur til góðgerðarmála í Indónesíu

Bubba Watson er örlátur kylfingur. Hann spilar með bleikum dræver en PING hefir þegar látið 10.000 dollara renna til góðgerðarverkefna Bubba  gegn því að hann spili með drævernum auk þess sem Bubba fær aukabónus (300 dollara) sem líka renna til góðgerðarmála fyrir hvert dræv yfir 300 yarda í PGA mótum. Bubba gaf  einnig nú á dögunum $ 100.000 til Tim Tebow Foundation (u.þ.b. 13 milljónir íslenskra króna), en Tim er hafnarboltamaður með Yankees.

En það eru fleiri stórkylfingar en Bubba Watson, sem eru góðhjartaðir og gefa til góðgerðarmála.  Á  galadinner í Indónesíu í gær, sem haldinn var sem undanfari CIMB Niaga Indonesian Masters söfnuðu nr. 3 í heiminum Lee Westwood og stórkylfingarnir Ian Woosnam og Michael Campell, ásamt ýmsum stjörnum Asíutúrsins, US$35,000 (4,5 milljónir íslenskra króna), sem renna til fátækra á Indónesíu.

Nánar tiltekið rennur ágóðinn af málsverðinum til Habitat for Humanity Indonesia, sem byggir heimili fyrir fátæka í Indónesíu.