Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2012 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Ragna Björk varð í 31. sæti á SSC Championship

Í gær lauk á  Concessions golfvellinum í Bradenton, Flórída Sunshine State Conference Championship. Í mótinu tóku þátt 44 kylfingar frá 9 háskólum, þ.á.m. Ragna Björk Ólafsdóttir, GK og liðsfélagar hennar í St. Leo. Þetta var tveggja daga mót frá 16.-17. apríl.

Ragna Björk spilaði á samtals + 47 yfir pari, 263 höggum (92 85 86), en þess mætti geta að skor voru óvenju há í mótinu, enda völlurinn þrælerfiður. Völlurinn er hannaður af Jack Nicklaus í samstarfi við Tony Jacklin. Komast má á heimasíðu Concessions til þess að skoða þennan flotta völl með því að smella HÉR:

Ragna Björk hækkaði sig um 1 sæti frá því í fyrradag var  í 32. sæti en lauk keppni í 31. sæti.

Lið St. Leo varð í 5. sæti.

Til þess að sjá úrslitin á SSC Championship smellið HÉR: