Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2012 | 11:30

GR: Úrslit í Opnunarmóti Korpu

Á heimasíðu GR er eftirfarandi frétt: „Fyrsta mót sumarsins fór fram í dag, laugardaginn 21. apríl, á sólríkum en jafnframt köldum degi. Seinka þurfti leik um klukkustund sökum næturfrosts, sem var um 7 í morgun, -6 gráður. Þrátt fyrir það tóku  172 manns þátt í mótinu og voru keppendur sammála um að völlurinn kæmi virkilega vel undan vetri  og væri í frábæru standi. Leikin var punktakeppni og veitt verðlaun í tveimur forgjafarflokkum, fgj. 0-8,4 og fgj. 8,5-36, einnig voru veitt nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins. Kylfingar eru beðnir um að vera vakandi fyrir fréttum hér á síðu klúbbsins varðandi opnunartíma vallarins vegna hugsanlegs næturfrosts. Þá verður mögulega rástímum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2012 | 06:30

PGA: Ben Curtis með forystu á Valero Texas Open fyrir lokahringinn

Ben Curtis leiðir enn eftir 3. dag Valero Texas Open. Í nótt spilaði hann á 73 höggum og er með 3 högga forystu á þann sem næstur kemur þ.e. Matt Every. Samtals er Curtis búinn að spila á -9 undir pari, 207 höggum (67 67 73), en Matt Every á samtals -6 undir pari, 210 höggum (63 74 73). Í þriðja sæti eru 3 kylfingar  Charlie Wi, Seung-Yul Noh og John Huh, allir á -4 undir pari samtals, hver. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Valero Texas Open smellið HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Valero Texas Open smellið HÉR:  Til þess að sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2012 | 22:20

Guðrún Brá í 4. sæti á Írlandi

Í dag spiluðu stúlkurnar 6 úr Keili, þær: Anna Sólveig Snorradóttir, Hildur Rún Guðjónsdóttir, Saga Ísafold Arnarsdóttir,Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Sara Margrét Hinriksdóttir á Opna írska U-18 mótinu á golfvelli Roganstown Hotel & Country Club í Meath Co., Írlandi. Fyrirkomulagið er svipað og í bandaríska háskólagolfinu, þ.e. leiknar voru 36 holur í dag og lokahringurinn verður spilaður á morgun. Þrjár efstu eftir hringina 2 í dag halda áfram og spila lokahringinn á morgun.  Sú sem stóð sig best var  Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sem varð í 4. sæti og fer hún út í næstsíðasta hollinu á morgun.  Guðrún Brá spilaði hringina 2 á samtals 149 höggum (73 76) og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2012 | 21:50

GG: Helgi Dan Steinsson á glæsiskori -3 undir pari á Húsatóftavelli – Þorvaldur Freyr Friðriksson vann punktakeppnina

Í dag, laugardaginn 21. apríl  2012 fór fram fjórða Skálamót á Hústatóftavelli. Mótið var sem fyrr styrktarmót, þar sem allur ágóði af mótsgjöldum rann til endurbóta og byggingar nýs golfskála þeirra Grindvíkinga. Góð þátttaka hefur verið í fyrstu þremur Skálamótum GG og hefur klúbbnum tekist að niðurgreiða að hluta af parketi í húsinu, en með mótinu í dag var stefnt að ná inn tekjum fyrir eldhústækjum í nýjum golfskála. Bar mótið því yfirskriftina „Nú eru það eldhústækin.“ Það var Skagamaðurinn Helgi Dan Steinsson, margfaldur klúbbmeistari GL, sem kom í hús á glæsiskori 68 höggum, -3 undir pari og var á langbesta skorinu. Í punktkeppninni var það Keilismaðurinn Þorvaldur Freyr Friðriksson, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2012 | 21:30

GS: Sigurður og Pétur Örn sigruðu á Gullmóti nr. 4

Í dag luku 105 kylfingar leik á Gulmóti 4  í einmuna blíðu í Leirunni.  Spilaður var höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf – ein verðlaun veitt fyrir efsta sætið í höggleiknum og þrenn fyrir punktakeppnina. Það var heimamaðurinn Sigurður Jónsson, GS, sem var á besta skorinu, 71 höggi  en Pétur Örn Guðmundsson, GKG vann punktakeppnina á 42 punktum. Helstu úrslit urðu annars þessi: Höggleikur án forgjafar: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur 1 Sigurður Jónsson GS 0 F 35 36 71 -1 71 71 -1 2 Dagur Ebenezersson GK 1 F 35 36 71 -1 71 71 -1 3 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2012 | 20:45

GKJ: Steingrímur Walterson sigursæll á Þjarkamóti GKJ

Þjarkamót GKJ fyrir sjálfboðaliða var haldið á Hlíðavelli í gær. Leiknar voru 14 holur fram í myrkur og voru 44 vinnufúsir félagar sem tóku þátt í þessu skemmtilega móti. Helstu úrslit urðu þessi: Besta skor: Skúli Skúlason, 54 högg Punktakeppni m/forgjöf: 1. Steingrímur Walterson, 36 p 2. Vilhjálmur Hafsteinsson, 34 p (8 p á síðustu 3) 3. Guðjón Þorvaldsson, 34 p (6 p á síðustu 3) Næstur holu á 1. flöt: Steingrímur Walterson Næstur holu á 12. flöt Bragi Jónsson Næstur holu á 15. flöt: Steingrímur Walterson

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2012 | 15:00

LPGA: Ai Miyazato með 3 högga forystu eftir 3. hring LPGA Lotte Championship á Hawaii

Það er hin japanska Ai Miyazato sem er kom með 3 högga forystu á næstu stúlkur, sem deila 2. sætinu Azahöru Muñoz og Cristie Kerr. Þetta er 4 daga mót en óhefðbundið að því leyti að það hófst á miðvikudegi, en það er gert fyrir golfáhangendur í Asíu, en mikill áhugi er fyrir mótinu þar og sýnt beint frá því. Ai spilaði á -2 undir pari í nótt, þ.e. 70 höggum og er alls búin að spila á -10 undir pari, samtals 206 höggum (71 65 70), á Ko Olina vellinum í Hawaii. Það var mjög hvasst á vellinum og Ai Miyazato hafði eftirfarandi að segja eftir hringinn góða: „Það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2012 | 14:00

Evróputúrinn: „Amazing Grace“ með 3 högga forystu eftir 3. hring á Volvo China Open

Það er Branden Grace frá Suður-Afríku, sem er með 3 högga forystu á Belgann geðþekka, Nicolas Colsaerts, eftir 3. hring á Volvo China Open. Grace er búinn að spila á samtals -18 undir pari, samtals 198 höggum (67 67 64).  Colsaerts er sem segir 3 höggum á eftir á samtals    -15 undir pari, samtals 201 höggi (68 67 66). Í 3. sæti er Fabrizio Zanotti sem verður 29 eftir nákvæmlega mánuð. Zanotti er búinn að spila á -14 undir pari (70 68 64) og átti glæsihring í dag upp á 64 högg…. sem þó var ekki lægsti hringurinn. Á besta skorinu var nefnilega Svíinn Alexander Noren, sem kom í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Lúðvík Geirsson – 21. apríl 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Lúðvík Geirsson, fv. bæjarstjóri í Hafnarfirði. Hann er fæddur 21. apríl 1959 og því 53 ára í dag. Lúðvík er í Golfklúbbnum Keili og hefir  spilað golf frá því hann var smástrákur.  Sem strákur átti hann (og á eflaust enn) fínt golfsett, sem heill hópur af frábærum kylfingum naut góðs af þegar þeir voru að stíga sín fyrstu spor í golfinu, m.a Þórdís Geirs, margfaldur Íslandsmeistari, systir hans, sem laumaðist í settið hjá eldri bróður sínum, þegar hún var að byrja. Lúðvík er kvæntur Hönnu Björk Lárusdóttur og á 3 syni:  Lárus, f. 1984, Brynjar Hans f. 1989 og Guðlaug Bjarka f. 1996. Komast má á Facebooksíðu afmæliskylfingsins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2012 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel Bóasson á 76 höggum á 1.degi SEC Championship

Axel Bóasson, GK og lið hans í Mississippi State taka nú þátt í SEC (South Eastern Conference) Championship á Sea Island golfvellinum fræga á St. Simmons Island í Georgíu ríki. Mótið hófst í gær og lýkur á morgun. Axel spilaði á 76 höggum og var á 3. besta skorinu í liði sínu. Hann deilir sem stendur 51. sætinu í mótinu  Fjallað er um frammistöðu Mississippi liðsins á heimasíðu Mississippi háskólans, sem sjá má með því að smella HÉR:  The Bulldogs,(ísl: Bolabítarnir) lið Mississippi State háskóla deilir sem stendur 9. sætinu með 2 öðrum háskólum. Til þess að sjá stöðuna á SEC Championship eftir 1. dag smellið HÉR:  Golf 1 óskar Lesa meira