Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2012 | 14:00

Evróputúrinn: „Amazing Grace“ með 3 högga forystu eftir 3. hring á Volvo China Open

Það er Branden Grace frá Suður-Afríku, sem er með 3 högga forystu á Belgann geðþekka, Nicolas Colsaerts, eftir 3. hring á Volvo China Open.

Grace er búinn að spila á samtals -18 undir pari, samtals 198 höggum (67 67 64).  Colsaerts er sem segir 3 höggum á eftir á samtals    -15 undir pari, samtals 201 höggi (68 67 66).

Í 3. sæti er Fabrizio Zanotti sem verður 29 eftir nákvæmlega mánuð. Zanotti er búinn að spila á -14 undir pari (70 68 64) og átti glæsihring í dag upp á 64 högg…. sem þó var ekki lægsti hringurinn.

Á besta skorinu var nefnilega Svíinn Alexander Noren, sem kom í hús á 63 glæsihöggum!  Á skorkorti hans í dag voru 9 fuglar og 1 skolli. Noren deilir 4. sætinu með 4 öðrum kylfingum þeim Ignacio Garrido, frá Spáni, forystumanni gærdagsins, Frakkanum Jean Baptiste Gonnet, Ástralanum Marcus Fraser og George Coetzee frá Suður-Afríku. Allir hafa kylfingarnir í 4. sæti spilað á samtals -13. undir pari, samtals 203 höggum, hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Volvo China Open smellið HÉR: