Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2012 | 15:00

LPGA: Ai Miyazato með 3 högga forystu eftir 3. hring LPGA Lotte Championship á Hawaii

Það er hin japanska Ai Miyazato sem er kom með 3 högga forystu á næstu stúlkur, sem deila 2. sætinu Azahöru Muñoz og Cristie Kerr.

Þetta er 4 daga mót en óhefðbundið að því leyti að það hófst á miðvikudegi, en það er gert fyrir golfáhangendur í Asíu, en mikill áhugi er fyrir mótinu þar og sýnt beint frá því.

Ai spilaði á -2 undir pari í nótt, þ.e. 70 höggum og er alls búin að spila á -10 undir pari, samtals 206 höggum (71 65 70), á Ko Olina vellinum í Hawaii.

Það var mjög hvasst á vellinum og Ai Miyazato hafði eftirfarandi að segja eftir hringinn góða: „Það er erfitt að spila þarna úti, en ég sagði við sjálfa mig að ég yrði bara að vera einbeitt.“

Cristie Kerr er í 2. sæti ásamt Muñoz, sem leiddi í gær og sagði hún eftirfarandi eftir 3. hring: „Ég held að ég hafi spilað nokkuð þétt golf. Það voru nokkur pútt, sem ég las ekki rétt. Ég held að það hafi verið svolítið erfiðara að spila völlinn í dag vegna pinnastaðsetninganna og eins var aðeins hvassara.“
Aza (Muñoz) sagði eftir hringinn:  „Mér fannst ég spila betur en niðurstaðan segir til um.  Ég hef ekki verið stressuð í allan dag og mér fannst ég vera einum of róleg í byrjun. Stundum er gott að vera svolítið stressuð.“

Yani Tseng, sem er nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna og hefir sigrað á 3 mótum það sem af er árs er í 4. sæti ásamt 4 öðrum kylfingum, þeim: So Yeon Ryu, Jiyai Shin, Meenu Lee og Angelu Stanford. Tseng og Ryu voru á 69 höggum, sem var besta skor dagsins, meðan  Shin og Stanford léku á 70, og Lee var á 71 höggi.  Alls er þær allar á samtals -6 undir par,i hver.

„Ég spilaði virkilega þéttan golfhring í dag. Ég setti niður mörg pútt. Ég er enn að hugsa um að sigra þetta mót. Fjögur eða fimm högg eru ekkert á þessum golfvelli. Það var virkilega hvasst. Maður fer bara þarna út og á annan skemmtilegan dag og nýtur þess að spila,“ sagði Yani.

Það verður gaman að sjá hvort henni tekst að vinna upp forskotið sem þær Ai, Aza og Cristie hafa!

Heimild: PGA