LPGA: Ai Miyazato með 3 högga forystu eftir 3. hring LPGA Lotte Championship á Hawaii
Það er hin japanska Ai Miyazato sem er kom með 3 högga forystu á næstu stúlkur, sem deila 2. sætinu Azahöru Muñoz og Cristie Kerr.
Þetta er 4 daga mót en óhefðbundið að því leyti að það hófst á miðvikudegi, en það er gert fyrir golfáhangendur í Asíu, en mikill áhugi er fyrir mótinu þar og sýnt beint frá því.
Ai spilaði á -2 undir pari í nótt, þ.e. 70 höggum og er alls búin að spila á -10 undir pari, samtals 206 höggum (71 65 70), á Ko Olina vellinum í Hawaii.
Það var mjög hvasst á vellinum og Ai Miyazato hafði eftirfarandi að segja eftir hringinn góða: „Það er erfitt að spila þarna úti, en ég sagði við sjálfa mig að ég yrði bara að vera einbeitt.“
Yani Tseng, sem er nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna og hefir sigrað á 3 mótum það sem af er árs er í 4. sæti ásamt 4 öðrum kylfingum, þeim: So Yeon Ryu, Jiyai Shin, Meenu Lee og Angelu Stanford. Tseng og Ryu voru á 69 höggum, sem var besta skor dagsins, meðan Shin og Stanford léku á 70, og Lee var á 71 höggi. Alls er þær allar á samtals -6 undir par,i hver.
„Ég spilaði virkilega þéttan golfhring í dag. Ég setti niður mörg pútt. Ég er enn að hugsa um að sigra þetta mót. Fjögur eða fimm högg eru ekkert á þessum golfvelli. Það var virkilega hvasst. Maður fer bara þarna út og á annan skemmtilegan dag og nýtur þess að spila,“ sagði Yani.
Það verður gaman að sjá hvort henni tekst að vinna upp forskotið sem þær Ai, Aza og Cristie hafa!
Heimild: PGA
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024