Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2012 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel Bóasson á 76 höggum á 1.degi SEC Championship

Axel Bóasson, GK og lið hans í Mississippi State taka nú þátt í SEC (South Eastern Conference) Championship á Sea Island golfvellinum fræga á St. Simmons Island í Georgíu ríki. Mótið hófst í gær og lýkur á morgun.

Axel spilaði á 76 höggum og var á 3. besta skorinu í liði sínu. Hann deilir sem stendur 51. sætinu í mótinu  Fjallað er um frammistöðu Mississippi liðsins á heimasíðu Mississippi háskólans, sem sjá má með því að smella HÉR: 

The Bulldogs,(ísl: Bolabítarnir) lið Mississippi State háskóla deilir sem stendur 9. sætinu með 2 öðrum háskólum.

Til þess að sjá stöðuna á SEC Championship eftir 1. dag smellið HÉR: 

Golf 1 óskar Axel og liði Mississippi State góðs gengis á SEC Championship!