Don´t play this guy for money – Helgi Dan Steinsson, GL. Photo: Privately owned
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2012 | 21:50

GG: Helgi Dan Steinsson á glæsiskori -3 undir pari á Húsatóftavelli – Þorvaldur Freyr Friðriksson vann punktakeppnina

Í dag, laugardaginn 21. apríl  2012 fór fram fjórða Skálamót á Hústatóftavelli. Mótið var sem fyrr styrktarmót, þar sem allur ágóði af mótsgjöldum rann til endurbóta og byggingar nýs golfskála þeirra Grindvíkinga. Góð þátttaka hefur verið í fyrstu þremur Skálamótum GG og hefur klúbbnum tekist að niðurgreiða að hluta af parketi í húsinu, en með mótinu í dag var stefnt að ná inn tekjum fyrir eldhústækjum í nýjum golfskála. Bar mótið því yfirskriftina „Nú eru það eldhústækin.“

Það var Skagamaðurinn Helgi Dan Steinsson, margfaldur klúbbmeistari GL, sem kom í hús á glæsiskori 68 höggum, -3 undir pari og var á langbesta skorinu.

Í punktkeppninni var það Keilismaðurinn Þorvaldur Freyr Friðriksson, GK, sem vann á 41 punkti.

Hér má sjá helstu úrslit í Skálamóti 4:

Höggleikur án forgjafar: 

1 Helgi Dan Steinsson GL -1 F 33 35 68 -3 68 68 -3
2 Hávarður Gunnarsson GG 3 F 38 34 72 1 72 72 1
3 Ingvar Jónsson 5 F 33 40 73 2 73 73 2
4 Ari Magnússon GKG 2 F 39 35 74 3 74 74 3
5 Tómas Sigurðsson GKG 4 F 42 33 75 4 75 75 4
6 Þorvaldur Freyr Friðriksson GK 9 F 36 39 75 4 75 75 4
7 Leifur Guðjónsson GG 5 F 38 38 76 5 76 76 5
8 Henning Darri Þórðarson GK 9 F 41 36 77 6 77 77 6
9 Guðmundur Valur Sigurðsson GG 8 F 40 38 78 7 78 78 7
10 Axel Þórir Alfreðsson GK 8 F 42 37 79 8 79 79 8
11 Jakob Már Böðvarsson GK 6 F 40 39 79 8 79 79 8

 

Punktakeppni með forgjöf:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls H1
1 Þorvaldur Freyr Friðriksson GK 9 F 23 18 41 41 41
2 Henning Darri Þórðarson GK 9 F 19 21 40 40 40
3 Ingvar Jónsson 5 F 25 14 39 39 39
4 Hávarður Gunnarsson GG 3 F 19 19 38 38 38
5 Jón Þórisson GG 23 F 20 18 38 38 38
6 Helgi Dan Steinsson GL -1 F 21 17 38 38 38
7 Axel Þórir Alfreðsson GK 8 F 18 19 37 37 37
8 Guðmundur Valur Sigurðsson GG 8 F 19 18 37 37 37
9 Þórður Björnsson GK 13 F 19 18 37 37 37
10 Tómas Sigurðsson GKG 4 F 15 21 36 36 36
11 Árni Bjarnason GK 16 F 15 21 36 36 36
12 Erlingur Snær Loftsson GHR 10 F 15 21 36 36 36
13 Ríkharð Óskar Guðnason GKJ 7 F 16 20 36 36 36
14 Leifur Guðjónsson GG 5 F 20 16 36 36 36
15 Aron Atli Sigurðsson GR 8 F 21 15 36 36 36
16 Elísabet Böðvarsdóttir GKG 24 F 24 12 36 36 36