Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2012 | 13:00

Branden Grace kominn í 66. sæti heimslistans

Branden Grace frá Suður-Afríku sem vann svo frækilegan sigur Kína núna um helgina hækkar sig milli vikna um 23 sæti á heimslistanum; fer úr 89. sæti sem hann var í, í fyrri viku í 66. sæti. Með þessu áframhaldi verður hann fljótt kominn með þátttökurétt í öllum risamótunum, en hann þarf að vera meðal efstu 60 til að hljóta þátttökurétt í Opna bandaríska og meðal efstu 50 til að hljóta þátttökurétt í Opna breska. Ben Curtis, sem sigraði á Valero Texas Open fer úr upp um 129 sæti úr 285. sæti í 156. sætið. Lee Westwood er eftir sem áður í 3. sæti heimslistans, þrátt fyrir góðan sigur í Jakarta. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingar dagsins: Gurrý, Karen, Magnús Orri og Sólborg Björk – 23. apríl 2012

Afmæliskylfingar dagsins eru 4 að þessu sinni, en þeir eiga allir stórafmæli: Magnús Orri Schram, Karen Guðna, Sólborg Björg Hermundsdóttir og Gurrý Indriðadóttir.  Magnús Orri og Gurrý eru 40 ára, Sólborg Björg er 30 ára og Karen Guðna 20 ára. Óska má afmæliskylfingunum til hamingju með daginn á Facebook síðum þeirra hér fyrir neðan: Sólborg Björg Hermundsdóttir F. 23. apríl 1982 Magnús Orri Schram F. 23. apríl 1972 Gurrý Indridadottir F. 23. apríl 1972 Karen Guðnadóttir F. 23. apríl. 1992 Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Don Ray Massengale, 23. apríl 1937 – d. 2. janúar 2007;  Ramón Sota Ocejo 23. apríl 1938 (74 ára);  Peter Teravainen, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2012 | 09:00

Asíutúrinn: Lee Westwood sigraði á Indonesian Masters

Lee Westwood vann bug á þreytu sinni og sigraði 1. mót sitt á þessu ári og kom 38. titli sínum í hús þegar hann varði titil sinn á CIMB Niaga Indonesian Masters styrktu af PNT. Westwood hlaut í verðlaunafé US$118,875  (u.þ.b.15 milljónir íslenskra króna) fyrir sigurinn. Lee átti 2 högg á nr. 1 í Asíu, Thaworn Wiratchant frá Thaílandi, sem kom í hús á 67 á lokahringnum og 4 högg á Gaganjeet Bhullar og Shiv Kapur, frá Indlandi sem deildu 3. sætinu í Royale Jakarta Golf Club. Lee sagði eftir sigurinn í gær: „Þetta var erfitt í dag. Það er aldrei auðvelt að spila í þessum aðstæðum og ég varð að spila Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2012 | 05:00

PGA: Ben Curtis vann á Valero Texas Open – hápunktar og högg 4. dags

Þvílík gleði sem það hlýtur að vera hjá Ben Curtis að hitta aftur fjölskyldu sína, Candace og börnin tvö, þegar hann flýgur aftur heim til Ohio, eftir sigur á Valero Texas Open. Gaman að geta loks fagnað sigri með fjölskyldu sinni eftir sigurleysi í 2045 dag, en Curtis,  sem er sigurvegari Opna breska 2003, hefir ekki unnið í eitt einasta skipti frá árinu 2006 – 6 löng ár! „Það er langur tími“ sagði Ben Curtis eftir lokahringinn (sem lauk rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma).  Lokahringinn spilaði Curtis á 72 höggum, með fugli á lokaholunni, sem færði honum tveggja högga sigur á Matt Every og John Huh. „Á síðustu árum hefir mér liðið eins og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2012 | 20:00

Viðtalið: Fannar Ingi Steingrímsson, GHG

Fannar Ingi Steingrímsson er 13 ára strákur, sem býr í Hveragerði og æfir golf af kappi. Þrátt fyrir ungan aldur hefir hann spilað á nokkrum bestu golfvöllum í Bandaríkjunum. US Kids er nefnilega að bjóða krökkum og unglingum, sem náð hafa ákveðnum árangri á mót og var Fannari boðið í 3-4 mót. Árangurinn hjá Fannari Inga hefir verið frábær. Hér fer viðtalið: Fullt nafn:  Fannar Ingi Steingrímsson Klúbbur:  GHG Hvar og hvenær fæddistu?  Reykjavík, 7. október 1998 Hvar ertu alinn upp? Í Hveragerði. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og er einhver í fjölskyldunni, sem spilar golf? Ég bý heima hjá foreldrum mínum og á 1 bróður og  1 systur. Við pabbi erum í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2012 | 17:25

Guðrún Brá varð í 9. sæti á U-18 Opna írska

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lék þriðja og síðasta hringinn á golfvelli Roganstown Hotel & Country Club í Meath á Írlandi, á Opna írska U-18 mótinu á samtals 229 höggum (73 76 80) og lauk leik í 9. sæti. Anna Sólveig Snorradóttir spilaði á samtals 249 höggum (82 86 81 ) og varð í 46. sæti.   Saga Ísafold Arnarsdóttir spilaði á samtals 253 höggum (87 78 88) og hafnaði í 49. sæti. Leona Maguire frá Írlandi sigraði á mótinu á 215 höggum (72 69 74) og er þetta í fyrsta skipti heimakona frá Írlandi sigrar á mótinu… og ekki nóg með það….  Leona sigraði með yfirburðum átti 8 högg á þær stúlkur sem urðu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2012 | 17:00

LPGA: Ai Miyazato sigraði á fyrsta LPGA Lotte Championship mótinu í Hawaii

Fyrsta LPGA Lotte Championship mótinu lauk í dag á Ko Olina golfvellinum í Oahu á Hawaii. Sigurvegarinn varð fyrrum nr. 1 í heiminum, hin japanska Ai Miyazato. Nokkuð hljótt hefir verið um Ai s.l. misseri en hún byrjaði árið 2011 í fyrra með glæsibrag þ.e. sigraði fyrstu 2 mótin í röð, svipað og Branden Grace gerði í ár á Evróputúrnum. Ai spilaði hringina 4 á Lotte mótinu á samtals – 12 undir pari , samtals 265 höggum (71 65 70 70) og hafði algera yfirburði eða 4 högg á þær tvær sem næstar komu, þ.e. Meenu Lee og Azahöru Muñoz. Sannfærandi sigur þetta hjá Ai! Fyrir sigur sinn fær Ai Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2012 | 15:30

Evróputúrinn: „Amazing Grace“ sigrar sögulega í Kína á Volvo China Open

„Amazing Grace“ með öðrum orðum Branden Grace frá Suður-Afríku vann sögulegan sigur á Binhai Lake golfvellinum á Volvo China Open fyrr í dag, en mótið er hluti Evróputúrsins. (Innskot: Þýtt á íslensku þýðir „Amazing Grace“ „Hinn undraverði Grace“, sem einnig er skemmtilegur orðaleikur, útúrsnúningur og tilvitnun í fallegt  kristilegt lag. Reyndar breytist þýðing orðanna nokkuð því lagið mætti þýða sem „undraverð náð eða þokki“. Lagið „Amazing Grace“ samdi John Newton 1779 og er innihald textans m.a. að fyrirgefning sé möguleg sama hvaða syndir menn hafi drýgt. Þetta er eitt þekktasta lag enskumælandi, sem flestum, sem þetta lesa kannast við, þykir vænt um og hafa e.t.v. einhvern tímann sungið eða a.m.k. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2012 | 15:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel Bóasson ekki að finna sig á 2. hring SEC Championship

Axel Bóasson, GK og lið hans í Mississippi State taka nú þátt í SEC (South Eastern Conference) Championship á Sea Island golfvellinum fræga á St. Simmons Island í Georgíu ríki. Í mótinu taka þátt 60 kylfingar frá 12 háskólum. Á fyrsta hring spilaði Axel á 76 höggum og í gær var hann 80 höggum og er deilir nú neðsta sætinu í mótinu er T-59. Hann er samtals búinn að spila á +23 yfir pari, samtals 156 höggum, The Bulldogs,(ísl: Bolabítarnir) lið Mississippi State háskóla er nú í 12. og neðsta sæti en var í 9. sætinu með 2 öðrum háskólum í gær. Golf 1 óskar Axel og Bolabítunum, liði Mississippi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóna Bjarnadóttir – 22. apríl 2012

Það er Jóna Bjarnadóttir, sem er afmæliskylfingur dagisns. Hún er fædd 22. apríl 1951 og því 61 árs í dag. Jóna er  í Golfklúbbnum á Vatnsleysuströnd (GVS).  Hún er gift og á 3 börn: Bjarna Þór, Láru Þyrí og Hrafnhildi. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Jónu til hamingju hér fyrir neðan: Jona Bjarnadottir Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:   Deane R. Beman 22. apríl 1938 (74 ára);  Eric Allen Axley,  22. apríl 1974 (38 ára) …. og …..   Valmar Väljaots Anna Lárusdóttir  F. 22. apríl 1958 Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju Lesa meira