Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2012 | 09:15

Valdís Þóra stödd á Valero Texas Open

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Texas State er stödd á Valero Texas Open mótinu í San Antonio. Hún setti meðfylgjandi myndir af aðgöngumiðum á mótið á Facebook ásamt eftirfarandi skilaboðum: VALDÍS – INSTAGRAM

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2012 | 09:00

PGA: Ben Curtis leiðir á Valero Texas Open eftir 2. dag … þegar hringnum var frestað vegna myrkurs

Það er Ben Curtis sem er í forystu þegar Valero Texas Open er hálfnað.  Hann er búinn að spila á -10 undir pari, samtals 134 höggum (67 67). Nokkrir eiga samt eftir að ljúka 2. hring þ.á.m. Matt Every, sem leiddi eftir fyrsta dag, en hann er sem stendur á -7 undir pari og á tvær holur eftir óspilaðar. Í 2. sæti sem stendur er Bandaríkjamaðurinn David Mathis, er á -8 undir pari, er samtals búinn að spila á 136 höggum (69 67) og í 3. sæti sem stendur, jafn Matt Every, en búinn að ljúka spili á 2. hring: Bandaríkjamaðurinn Cameron Tringale samtals -7 undir pari, 137 högg (72 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2012 | 08:30

Tinna spilaði vel – á 74 höggum… en komst ekki í gegnum niðurskurð á Spáni

Tinna Jóhannsdóttir, GK, lauk keppni í gær á i Banesto Tour Zaragoza mótinu, sem haldið var í Club de Golf la Peñaza, í Zaragoza, á Spáni.  Nú er maður farin að kannast við hana, en hún bætti sig um 7 högg milli hringja spilaði 2. hring á 74 höggum.  Það nægði því miður ekki til þess að komast í gegnum niðurskurð, en Tinna spilaði fyrri hringinn á + 9 yfir pari, 81 höggi. Hún stökk samt upp í 65. sæti eftir 74 högga hringinn, en var í 72. sæti, eftir fyrri daginn. Aðeins 26 efstu stúlkurnar af 87 þátttakendum í mótinu fá að spila 3. og lokahring mótsins, sem fram fer í dag. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2012 | 07:00

GL: Framkvæmdir á fullu við nýju vélaskemmuna á Garðavelli á Akranesi

Framkvæmdum miðar vel við byggingu 500 fermetra vélaskemmu golfklúbbsins Leynis við Garðavöll á Akranesi. Búið er að reisa veggeiningar hússins og koma fyrir límtrjésbitum sem bera uppi  þakið. Í gær var gólfplatan í skemmuna steypt og þá lagðir niður um 70 rúmmetrar af steypu.  Platan var síðan vélslípuð í nótt. Að sögn Gylfa Sigurðssonar framkvæmdastjóra  golfklúbbsins er áætlað að vélaskemman komist undir þak í maímánuði og framkvæmdir hefjist  síðan innanhúss í haust. Í vor og í byrjun sumars verður lögð áhersla á frágang á stígum og mönum við vélaskemmuna og veginum inn á svæðið sem eftir á að leggja bundnu slitlagi.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2012 | 19:45

Carl Petterson vill frekar vera með fjölskyldunni en að spila á Ryder Cup

Carl Pettersson var í 2. sæti bæði á Sony Open og Houston Open áður en hann sigraði á RBC Heritage mótinu í Hilton Head um síðustu helgi. Þrjár toppniðurstöður ættu að duga til þess að hann fari í 10. sæti á stigalista Ryder Cup, en þar er aðeins einn haki á. Svíinn er ekki hæfur til að hljóta stig á Ryder cup. „Maður verður að vera með kortið á Evrópumótaröðinni, sem ég er ekki með,“ sagði Petterson s.l. þriðjudag. Og það er ekki vegna þess að hann er að sniðganga mótaröðina. Pettersson hefir búið í Bandaríkjunum frá því hann var táningur og á síðusta ári gerðist hann bandarískur ríkisborgari. Hann býr í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2012 | 19:00

Evróputúrinn: Boyd og Gonnet eru efstir þegar Volvo China Open er hálfnað

Frakkinn Jean-Baptiste Gonnet og Bretinn Gary Boyd deila 1. sætinu þegar Volvo China Open er hálfnað. Báðir eru þeir á samtals -11 undir pari, samtals á 133 höggum, báðir (66 67). Boyd hefir tvívegis orðið í 2. sæti á þeim 3 keppnistímabilum sem hann hefir spilað á Evróputúrnum.  Gonnet hefir aðeins einu sinni orðið meðal efstu þriggja og það var á nýliðaári hans 2007. Gonnet sagði eftir hringinn góða í dag: „Ég spilaði mjög vel aftur í dag, jafnvel af teig sem er gott af mér að vera.“ Boyd sagði hins vegar m.a.: „Það er langt síðan að ég hef verið meðal efstu – líklega í Tékklandi eða Sviss á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingar dagsins: Rósa Arnardóttir og Sigþóra Ó Sigþórsdóttir – 20. apríl 2012

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir í dag, en báðir eiga þeir stórafmæli. Það eru Sigþóra O Sigþórsdóttir og Rósa Arnardóttir, en báðar eru þær fæddar 20. apríl 1962. Komast má á Facebooksíður afmæliskylfinganna til þess óska þeim til hamingju hér að neðan: Rósa Arnardóttir Sigþóra O Sigþórsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Tom Morris Jr., 20. apríl 1851- d. 1881;  Árni Sævar Jónsson golfkennari á Akureyri, Dalvík og víðar 20. apríl 1943 (69 ára);  John Gerard Senden, 20. apríl 1971  (41 árs)…. … og … Karlotta Einarsdóttir F. 20. apríl 1984 (28 ára) Hrönn Kristjánsdóttir F. 20 .april Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2012 | 08:00

GKJ: Arnar og Erlingur Snær sigruðu á Opna Sumardagurinn fyrsti mótið

Opna Sumardagurinn fyrsti mótið fór fram á Hlíðavelli í gær. Spilaðar voru 14 holur. Þátttakendur voru 176 og urðu helstu úrslitin þessi: Höggleikur án forgjafar 1 Arnar Unnarsson, GR 57 högg 2 Jón Hilmar Kristjánsson, GKJ 58 högg 3 Birgir Birgirsson, GL 59 högg Punktakeppni með forgjöf: 1. Erlingur Snær Loftsson, GHR 38 punkta (14 á síðustu 6) 2. Jón Gunnar Gunnarsson, GK 38 punkta (12 á síðustu 6) 3. Ágúst Þorsteinsson, NK 37 punkta (20 á seinni 9)   Næstur holu á 1. flöt Ingvar Christiansen, GKJ 1 m frá holu   Næstur holu á 12. flöt Bragi Jónsson, GKJ 2,7 m frá holu   Næstur holu á 15. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2012 | 07:00

PGA: Matt Every í forystu á Valero Texas Open – hápunktar og högg 1. dags

Bandaríkjamaðurinn Matt Every leiðir eftir 1. dag Valero Texas Open. Hann kom inn í nótt á glæsilegum 63 höggum þ.e. -9 undir pari; spilaði skollafrítt og fékk 9 fugla, 4 á fyrri 9 og 5 á seinni. Matt á 3 högg á þann sem næstur kemur en það er landi hans Hunter Haas. Í 3. sæti er svo enn einn Bandaríkjamaðurinn, Ben Curtis á -5 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Valero Texas Open smellið HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1 dags á Valero Texas Open smellið HÉR: Til þess að sjá högg 1. dags á Valero Texas Open, sem Jordan Spieth átti, smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2012 | 05:30

LPGA: Azahara Muñoz og Ai Miyazato leiða þegar LPGA Lotte Championship er hálfnað

Það eru spænska stúlkan Azahara Muñoz og hin japanska Ai Miyazato sem leiða eftir 2. hring Lotte Championship í Hawaii. Báðar eru búnar að spila á samtals -8 undir pari, samtals 136 höggum, Aza (72 64) og Ai (71 65). Aza átti lægsta hringinn í nótt, kom inn á glæsilegum 64 höggum, en hún fékk 1 örn, 7 fugla og 1 skolla. Þriðja sætinu deila Christie Kerr og Jimin Kang, tveimur höggum á eftir forystukonunum. Í 5. sæti á -5 undir pari, þ.e. 3 höggum á eftir Ai og Aza eru 3 kylfingar: Suzann Pettersen, Meena Lee og Brittany Lang. Forystukona gærdagsins, Beth Bader átti afleitan hring í gær upp Lesa meira