GR: Úrslit í Opnunarmóti Korpu
Á heimasíðu GR er eftirfarandi frétt:
„Fyrsta mót sumarsins fór fram í dag, laugardaginn 21. apríl, á sólríkum en jafnframt köldum degi. Seinka þurfti leik um klukkustund sökum næturfrosts, sem var um 7 í morgun, -6 gráður. Þrátt fyrir það tóku 172 manns þátt í mótinu og voru keppendur sammála um að völlurinn kæmi virkilega vel undan vetri og væri í frábæru standi.
Leikin var punktakeppni og veitt verðlaun í tveimur forgjafarflokkum, fgj. 0-8,4 og fgj. 8,5-36, einnig voru veitt nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins.
Kylfingar eru beðnir um að vera vakandi fyrir fréttum hér á síðu klúbbsins varðandi opnunartíma vallarins vegna hugsanlegs næturfrosts. Þá verður mögulega rástímum riðlað eitthvað eins og í dag og verðum við því að vera tillitsöm gagnvart því.
Korpúlfsstaðavöllur er því formlega búinn að opna og geta kylfingar skráð sig sem fyrr á www.golf.is, en aðeins félagsmenn GR geta leikið völlinn þar til Grafarholtsvöllur opnar.
Úrslitin voru eftirfarandi:
Forgjafarflokkur 0-8,4
1. sæti: Árni Freyr Sigurjónsson, 20 punktar (betri á síðustu 6)
2. sæti: Ernir Sigmundsson, 20 punktar
3. sæti: Jóhann Sigurðsson, 37 punktar (betri á seinni 9)
Forgjafarflokkur: 8,5-36
1. sæti: Berglind Þórhallsdóttir, 39 punktar (betri á síðustu 6)
2. sæti: Stefán Pálsson, 39 punktar
3. sæti: Gunnar Rúnar Magnússon, 37 punktar
Nándarverðlaun:
3. braut: Árni Freyr Sigurjónsson – 4,49 m
6. braut: Hafsteinn Viðar Jensson – 2,39 m
9. braut: Helga Hilmarsdóttir – 1,88 m
13. braut: Rakel Kristjánsdóttir – 0,11 m
16. braut: Stefán B Gunnarsson – 1,26 m“
Heimild: GR
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024