
Branden Grace kominn í 66. sæti heimslistans
Branden Grace frá Suður-Afríku sem vann svo frækilegan sigur Kína núna um helgina hækkar sig milli vikna um 23 sæti á heimslistanum; fer úr 89. sæti sem hann var í, í fyrri viku í 66. sæti. Með þessu áframhaldi verður hann fljótt kominn með þátttökurétt í öllum risamótunum, en hann þarf að vera meðal efstu 60 til að hljóta þátttökurétt í Opna bandaríska og meðal efstu 50 til að hljóta þátttökurétt í Opna breska.
Ben Curtis, sem sigraði á Valero Texas Open fer úr upp um 129 sæti úr 285. sæti í 156. sætið.
Lee Westwood er eftir sem áður í 3. sæti heimslistans, þrátt fyrir góðan sigur í Jakarta. Einu breytingarnar eru að hann saxar á þá Rory og Luke í stigum, en bilið milli þeirra er enn ógnarbreitt. Sjá til samanburðar stöðu þeirra sem eru í 6.-8. sæti heimslistans (Kaymer, Stricker og Woods) þar eru brotabrot sem skilja að og líklegt að einhver hreyfing verði þar á í næstu viku. Annars eru engar breytingar meðal efstu 10 – skiptingin enn þræljöfn – 5 Evrópubúar og 5 Bandaríkjamenn á toppnum. Suður-Afríka og Ástralía eiga ekki menn fyrr en í 11. og 12. sæti, en þar urðu reyndar sætaskipti Oosthuizen tók 11. sætið af Adam Scott, sem nú er í 12. sæti heimslistans, sem stendur.
Röð efstu 10:
1. sæti Rory McIlroy 9, 41 stig
2. sæti Luke Donald 9,31 stig
3. sæti Lee Westwood 8,40 stig
4. sæti Bubba Watson 6,40 stig
5. sæti Hunter Mahan 5,76 stig
6. sæti Martin Kaymer 5,46 stig
7. sæti Steve Stricker 5,44 stig
8. sæti Tiger Woods 5,42 stig
9. sæti Phil Mickelson 5,25 stig
10. sæti Justin Rose 5,13 stig
Sjá má stöðuna á heimslistanum í heild með því að smella HÉR:
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða