Branden Grace.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2012 | 15:30

Evróputúrinn: „Amazing Grace“ sigrar sögulega í Kína á Volvo China Open

„Amazing Grace“ með öðrum orðum Branden Grace frá Suður-Afríku vann sögulegan sigur á Binhai Lake golfvellinum á Volvo China Open fyrr í dag, en mótið er hluti Evróputúrsins.

(Innskot: Þýtt á íslensku þýðir „Amazing Grace“ „Hinn undraverði Grace“, sem einnig er skemmtilegur orðaleikur, útúrsnúningur og tilvitnun í fallegt  kristilegt lag. Reyndar breytist þýðing orðanna nokkuð því lagið mætti þýða sem „undraverð náð eða þokki“. Lagið „Amazing Grace“ samdi John Newton 1779 og er innihald textans m.a. að fyrirgefning sé möguleg sama hvaða syndir menn hafi drýgt. Þetta er eitt þekktasta lag enskumælandi, sem flestum, sem þetta lesa kannast við, þykir vænt um og hafa e.t.v. einhvern tímann sungið eða a.m.k. raulað með)

Branden ber nafn með rentu því hann hefir undrverða náðargáfu og þokka í sveiflu sinni. Hann er aðeins 2. kylfingurinn í sögu Evróputúrsins til þess að sigra 3 sinnum á sama keppnistímabili eftir að hafa útskrifast úr Q-school Evróputúrsins á PGA Catalunya golfvellinum í Girona s.l. desember. (Hann er einn strákanna 37, sem Golf 1 heldur áfram að kynna á morgun sem hlutu kortin sín fyrir keppnistímabilið 2012 á Evróputúrinn – reyndar er kynning á honum e.t.v. óþörf hann hefir svo sannarlega séð um hana sjálfur!!!!!)

Branden spilaði á samtals -21 undir pari, samtals 267 höggum (67 67 64 69)  í Kína og átti 3 högg, sem fyrri daginn á Belgann Nicholas Colsaerts, sem vermdi 2. sætið á samtals -18 undir pari, 270 höggum (68 67 66 69).

Fyrir sigurinn í dag hlaut Branden Grace € 398,595 (rúmar 66,5 milljónir íslenskra króna).

Hann sagði eftir sigurinn: „Mér tókst að vera rólegur í dag. Ég hélt bara áfram að slá boltann vel. Ég missti nokkur högg á fyrstu holunum en náði mér og setti niður fugla þar sem það skipti máli, á par-5unum, og bara hélt mér inni þaðan í frá.“

„Mér fannst sem fyrsti sigur minn hlyti að vera í nánd. En að vera búinn að sigra þrívegis fyrir maí en bókstaflega ótrúlegt, en ég hef spilað svo vel að mér hefir fundist ég geta sigrað og hef gefið sjálfum mér tækifæri.“

„Þetta er bara undravert og sýnir ykkur standardinn á golfinu sem ég spila í augnablikinu. Að vera með 3 sigra á Evrópumótaröðinni á þessu stigi í ferli mínum er frábært.“ sagði hinn undraverði Branden Grace frá Suður-Afríku m.a. eftir sigurinn í dag.

Til þess að sjá úrslitin á Volvo China Open smellið HÉR: .

Heimild: europeantour.com