Efri röð fv.: Anna Sólveig Snorradóttir, Hildur Rún Guðjónsdóttir og Saga Ísafold Arnarsdóttir. Neðri röð fv.: Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Sara Margrét Hinriksdóttir, Mynd: Keilir
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2012 | 17:25

Guðrún Brá varð í 9. sæti á U-18 Opna írska

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lék þriðja og síðasta hringinn á golfvelli Roganstown Hotel & Country Club í Meath á Írlandi, á Opna írska U-18 mótinu á samtals 229 höggum (73 76 80) og lauk leik í 9. sæti.

Anna Sólveig Snorradóttir spilaði á samtals 249 höggum (82 86 81 ) og varð í 46. sæti.   Saga Ísafold Arnarsdóttir spilaði á samtals 253 höggum (87 78 88) og hafnaði í 49. sæti.

Leona Maguire frá Írlandi sigraði á mótinu á 215 höggum (72 69 74) og er þetta í fyrsta skipti heimakona frá Írlandi sigrar á mótinu… og ekki nóg með það….  Leona sigraði með yfirburðum átti 8 högg á þær stúlkur sem urðu í 2. sæti: Manon Molle og Matthildu Cappeliez, báðar frá Frakklandi, sem leiðir hugann að því að einungis 6 högg skyldu að þær sem urðu í 2. sæti og Guðrúnu Brá.

Allar stóðu stúlkurnar úr GK sig vel og vonandi að fleiri æfingaferðir, sem þessi verði í boði fyrir okkar ungu, hæfileikaríku kylfinga!

Til þess að sjá úrslitin á U-18 Opna írska smellið HÉR: