Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2012 | 09:00

Asíutúrinn: Lee Westwood sigraði á Indonesian Masters

Lee Westwood vann bug á þreytu sinni og sigraði 1. mót sitt á þessu ári og kom 38. titli sínum í hús þegar hann varði titil sinn á CIMB Niaga Indonesian Masters styrktu af PNT.

Westwood hlaut í verðlaunafé US$118,875  (u.þ.b.15 milljónir íslenskra króna) fyrir sigurinn.

Lee átti 2 högg á nr. 1 í Asíu, Thaworn Wiratchant frá Thaílandi, sem kom í hús á 67 á lokahringnum og 4 högg á Gaganjeet Bhullar og Shiv Kapur, frá Indlandi sem deildu 3. sætinu í Royale Jakarta Golf Club.

Lee sagði eftir sigurinn í gær: „Þetta var erfitt í dag. Það er aldrei auðvelt að spila í þessum aðstæðum og ég varð að spila 32 holur. Þetta var þrælerfitt þarna úti og ég fann vel fyrir því á seinni 9. Þegar maður er að spila um efsta sætið og undir pressu virðist ganga á fljótar á orkuna.”

„Maður veit aldrei almennilega hvernig á að spila með mikla forystu. Maður veit ekki hvort maður ætti að vera í sókn eða vörn og það er erfitt að aðlaga andlegu hliðina að þessu. Þetta var dæmigert tilfellli þar sem reyndi á þolmæði og að vera rólegur og spila holurnar rétt. Þetta var þreytandi,” bætti hann við glaður með 1. sigur sinn á árinu.

„Vonandi veitir þetta mér startið inn í árið. Ég hef spilað vel án þess að sigra þannig að vonandi held ég áfram og vinn önnur mót. Það er erfitt þegar maður er í uppáhaldi og vinnur síðan ekki, þá veldur maður vonbrigðum. Þetta var mikil pressa þannig að ég var glaður að sigra.” sagði Lee, sem er afmæliskylfingur morgundagsins hér á Golf1, en þá verður hann 39 ára.

Helstu úrslit urðu þessi:

1. sæti 272 – Lee WESTWOOD (ENG) 65-68-65-74.

2. sæti 274 – Thaworn WIRATCHANT (THA) 72-69-66-67.

T-3 276 – Gaganjeet BHULLAR (IND) 72-70-65-69, Shiv KAPUR (IND) 68-71-70-67.

5. sæti 277 – Anirban LAHIRI (IND) 74-68-66-69.

6. sæti 278 – BAEK Seuk-hyun (KOR) 72-70-68-68.

T-7  279 – Angelo QUE (PHI) 69-73-68-69, LEE Sung (KOR) 68-71-67-73, Bernd WIESBERGER (AUT) 70-68-72-69.

T-10 281 – Berry HENSON (USA) 69-73-69-70, Wade ORMSBY (AUS) 71-73-66-71, Masanori KOBAYASHI (JPN) 69-68-74-70, Zaw MOE (MYN) 68-67-75-71.

T-14  282 – Scott BARR (AUS) 74-69-69-70, Ben FOX (USA) 73-70-68-71, SIDDIKUR (BAN) 71-73-67-71, Jonathan MOORE (USA) T-18 73-72-68-69, Adam GROOM (AUS) 72-69-70-71, Kieran PRATT (AUS) 73-65-69-75.

T-20 283 – Jyoti RANDHAWA (IND) 68-75-68-72, Darren BECK (AUS) 73-71-69-70, Antonio LASCUNA (PHI) 70-72-70-71.

Heimild: Asíutúrinn