Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2012 | 17:00

LPGA: Ai Miyazato sigraði á fyrsta LPGA Lotte Championship mótinu í Hawaii

Fyrsta LPGA Lotte Championship mótinu lauk í dag á Ko Olina golfvellinum í Oahu á Hawaii. Sigurvegarinn varð fyrrum nr. 1 í heiminum, hin japanska Ai Miyazato.

Nokkuð hljótt hefir verið um Ai s.l. misseri en hún byrjaði árið 2011 í fyrra með glæsibrag þ.e. sigraði fyrstu 2 mótin í röð, svipað og Branden Grace gerði í ár á Evróputúrnum.

Ai spilaði hringina 4 á Lotte mótinu á samtals – 12 undir pari , samtals 265 höggum (71 65 70 70) og hafði algera yfirburði eða 4 högg á þær tvær sem næstar komu, þ.e. Meenu Lee og Azahöru Muñoz. Sannfærandi sigur þetta hjá Ai! Fyrir sigur sinn fær Ai       $ 255.000,- (rúmar 32 milljónir íslenskra króna – sem er meira en helmingi minna en Branden Grace fékk fyrir sigur sinn – ójafnrétti eins og alltaf!)

Til þess að sjá úrslitin á LPGA Lotte Championship smellið HÉR: