Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2012 | 13:00

Ólafía Þórunn í 374. sæti á heimslista yfir bestu áhugakvenkylfinga í heimi!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR er komin í 374. sæti yfir bestu áhugakvenkylfinga í heimi. Fyrir að vera í 2. sæti á ACC Women´s Golf Championship á Sedgefield golfvellinum í Norður-Karólínu fyrir viku síðan fer Ólafía Þórunn upp um 108 sæti. Næst á eftir Ólafíu Þórunni á lista kvenáhugamanna er Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni, en hún er í 593. sæti listans.

Af körlunum er Ólafur Björn Loftsson, NK í efsta sæti en hann vermir 254. sæti listans. Kristján Þór Einarsson, GK, er næstbestur íslenskra karlkylfinga en hann er í 680. sæti.

Til þess að sjá áhugamannaheimslista smellið HÉR: