
Golfútbúnaður: Callaway Odyssey Flip Face #5 pútter
Callaway Odyssey Flip Face #5 pútterinn er rúnnaður pútter þar sem kylfingar hafa val um 2 kylfuandlit, þ.e. geta valið um hvort kylfuandlitið þeir nota, en kylfan hefir 2 kylfuandlit.
Til þess að koma til móts við aðlögun að aðstæðum hefir Odyssey hannað Flip Face pútterinn, sem býður kylfingum upp á að nota annaðhvort Metal-X eða White Ice höggflöt á pútterinn, en segja má að pútterinn sé með tvö „púttersandlit“/höggfleti. Með skrúfulykli, sem einnig gegnir hlutverki flatargafals er auðvelt að snúa kylfuandlitinu/högggfletinum um 180°. Þannig geta kylfingar valið hvað hentar þeim byggt á tilfinningu, hraða, rúlli eða einfaldlega hvað þeim finnst best að nota við þessi eða hin veðurskilyrðin.
Yfirborð White Ice púttersandlitsins hefir verið gert hrjúfara til þess að auka núningskraft við mýkri bolta og til þess að ná fram skemmtilegra hljóði þegar pútterinn snertir boltann og til þess að ná fram betra rúlli. Metal-X andlitið er með léttan álhöggflöt með urethane lag fyrir aftan, sem veitir stökkt viðbragð og mýkra rúll. Sporöskjulagaðar doppur á Metal-X höggfletinum læsast saman við dældað yfirborð golfboltans og þannig fæst meiri núningskraftur við lægri högg (ens. for a lower launch). Eins hefir hljóðið í White Ice verið bætt, sem og viðbragð og stöðugleikinn. Innri kjarninn er harður, sem eykur tilfinningu og endingu og styður við lengdarstjórnunina, sem er svo mikilvæg í púttunum.
Callaway Odyssey Flip Face pútterarnir eru með fyrsta flokks, satín, króm áferð og eru fáanlegir í 3 mismunandi tegundum. Flip Face pútter #1 er með rúnnað og þyngt hæl/táar andlit og #9 er með þyngingu í tá og svo enska lýsingin sé látin standa: „shafted flanged blade model.“
Allir Callaway Flip Face pútterar eru útbúnir Lamkin 3GEN Pistol gripi. Þetta er mýksta, syntetíska gúmmíið frá Lamkin og dregur úr titringi án þess að deyfa tilfinninguna fyrir púttinu.
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða