Skrúður 3. brautin á Garðavelli, Akranesi, öðrum uppáhaldsgolfvalla Guðmundar.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2012 | 14:00

GL: Opnunarmót Garðavallar n.k. laugardag

Sameiginlegt Innanfélagsmót GL og GR verður haldið á Garðavelli á Akranesi laugardaginn 28. apríl og verður völlurinn opnaður með formlegum hætti með mótahaldinu.

Mótið er sameiginlegt Innanfélagsmót GL og GR. Ræst er út frá kl.9.00.

Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni. Hæst er gefin forgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum.

Leikið er í tveimur flokkum 0-8,4 og 8,5 og hærra. Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki.

Nándarverðlaun eru veitt á öllum par 3 holum vallarins.

Skráning í mótið hófst í dag, þriðjudaginn 24. apríl kl.9:00 HÉR: