
Afmæliskylfingar dagsins: Bjarki Sigurðsson, Lee Westwood og Lydia Ko – 24. apríl 2012
Afmæliskylfingar dagsins í dag eru 3 hér á Golf 1: Bjarki Sigurðsson, GO, Lee Westwood og hin nýsjálenska Lydia Ko. Bjarki er fæddur 24. apríl 1965 og því 47 ára í dag, Lee Westwood er fæddur 24. apríl 1973 og því 39 ára og Lydia Ko er fædd 24. apríl 1997 og á því eiginlega sú eina sem á „stórafmæli“ fyrrgreindra kylfinga í dag, er 15 ára.
Lee Westwood var að sigra á Indonesian Masters í Jakarta núna um helgina og saxaði þar með aðeins stigalega á forskot sem þeir Rory McIlroy og Luke Donald hafa á hann á heimslistanum. Lee er í 3. sæti á heimslistanum, sem stendur.
Lydia Ko er hæst „rankaði“ áhugamaður meðal kvenna í heiminum og sú yngsta (hvort heldur er meðal karla eða kvenna) til þess að sigra á móti atvinnukylfinga. Þann frækna sigur vann hún 29. janúar s.l, sjá umfjöllun Golf1 þar um hér: BING LEE SAMSUNG WOMEN´S NSW OPEN
Bjarki Sigurðsson er í Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ. Hann er kvæntur Laufeyju Sigurðardóttur sem er í stjórn klúbbsins og þau eiga tvo syni Sigurð Björn og Arnór Inga.
Komast má á Facebooksíðu Bjarka til þess að óska honum til hamingju með daginn hér fyrir neðan:
Golf 1 óskar afmæliskylfingunum sem og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?
- janúar. 25. 2021 | 04:55 PGA: Si Woo Kim sigraði á American Express
- janúar. 24. 2021 | 23:59 LPGA: Jessica Korda sigraði á Diamond Resorts TOC!
- janúar. 24. 2021 | 17:00 Levy vann geggjaðan BMW með flottum ás!
- janúar. 24. 2021 | 16:30 Evróputúrinn: Tyrrell Hatton sigraði á Abu Dhabi HSBC mótinu!
- janúar. 24. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Jónsson – 24. janúar 2021
- janúar. 24. 2021 | 08:00 PGA Tour Champions: Darren Clarke sigraði á Hawaii!
- janúar. 23. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2021)
- janúar. 23. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021