
Afmæliskylfingar dagsins: Bjarki Sigurðsson, Lee Westwood og Lydia Ko – 24. apríl 2012
Afmæliskylfingar dagsins í dag eru 3 hér á Golf 1: Bjarki Sigurðsson, GO, Lee Westwood og hin nýsjálenska Lydia Ko. Bjarki er fæddur 24. apríl 1965 og því 47 ára í dag, Lee Westwood er fæddur 24. apríl 1973 og því 39 ára og Lydia Ko er fædd 24. apríl 1997 og á því eiginlega sú eina sem á „stórafmæli“ fyrrgreindra kylfinga í dag, er 15 ára.
Lee Westwood var að sigra á Indonesian Masters í Jakarta núna um helgina og saxaði þar með aðeins stigalega á forskot sem þeir Rory McIlroy og Luke Donald hafa á hann á heimslistanum. Lee er í 3. sæti á heimslistanum, sem stendur.
Lydia Ko er hæst „rankaði“ áhugamaður meðal kvenna í heiminum og sú yngsta (hvort heldur er meðal karla eða kvenna) til þess að sigra á móti atvinnukylfinga. Þann frækna sigur vann hún 29. janúar s.l, sjá umfjöllun Golf1 þar um hér: BING LEE SAMSUNG WOMEN´S NSW OPEN
Bjarki Sigurðsson er í Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ. Hann er kvæntur Laufeyju Sigurðardóttur sem er í stjórn klúbbsins og þau eiga tvo syni Sigurð Björn og Arnór Inga.
Komast má á Facebooksíðu Bjarka til þess að óska honum til hamingju með daginn hér fyrir neðan:
Golf 1 óskar afmæliskylfingunum sem og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open