
Leikmenn Liverpool í golf eftir ósigurinn gegn WBA á sunnudaginn
Hópur Liverpool leikmanna fór í golf í gær til þess að endurvekja liðsandann eftir tap á heimavelli s.l. sunnudag gegn WBA (West Bromwich Albion).
Luis Suarez, Andy Carroll, Stewart Downing og Luis Enrique spiluðu golf á Mere Golf and Country Club, nálægt Manchester, ásamt Brad Jones, sem er 3. markvörður Liverpool (þ.e. 2. varamarkvörður þeirra). Sjá má heimasíðu Mere HÉR:
Framkvæmdastjóri Liverpool, Kenny Dalglish,var jákvæður eftir leikinn, þar sem Liverpool var með 27 skot á mark WBA, hitti eitt sinn í stöng og tapaði engu að síður 1-0.
„Það er ekki hægt að segja að þetta sé slæmur árangur,“ sagði Dalglish. „Allir leikmennirnir stóðu sig vel. Við erum mjög ánægðir með þá. Maður skapar ekki þau tækifæri sem við sköpuðum eða glundroða í vörn þeirra, nema við séum að gera eitthvað rétt.“
Það féll bara einfaldlega ekki með Liverpool í þetta sinn.
Heimild: Belfast Telegraph
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023