Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn spilaði lokahringinn á Women´s East Regional á 75 höggum
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest tók þátt í svæðisúrslitum Austurdeildarinnar (ens.: NCAA D1 Women´s East Regional) á golfvelli Penn State, í Pennsylvaníu. Í gær var lokadagurinn í þessu móti þar sem þátt tóku 126 stúdentar frá 24 háskólum. Ólafía Þórunn spilaði 3. hring á 75 höggum, fékk 2 fugla og 5 skolla. Samtals spilaði Ólafía Þórunn á + 14 yfir pari, 230 höggum (77 78 75) Ólafía Þórunn var á 4. besta skori liðs síns, en Cheyenne Woods, frænka Tigers spilaði best allra í liðinu. Lið Wake Forest varð í 14. sæti af þeim 24 háskólaliðum sem þátt tóku. Til þess að sjá úrslit á NCAA D1 Women´s East Lesa meira
GK: Ísak Jasonarson sigraði á Opna Icelandair Golfers – spilaði Hvaleyrina á 69 höggum! – Myndasería
Í dag fór fram Opna Icelandair Golfers hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og voru þátttakendur 142. Það var Ísak Jasonarson, GK, sem sigraði á Opna Icelandair Golfers 2012, en hann spilaði Hvaleyrina á glæsilegum 69 höggum, sem er -2 undir pari. Eins vann hann punktakeppnina, en Ísak var á 40 punktum. Fyrir sigurinn fær Ísak gjafabréf frá Flugleiðum að upphæð kr. 50.000,- Eins voru veitt verðlaun fyrir fyrstu 5 efstu sætin í punktakeppninni og voru það úttektarverðlaun frá Golfbúðinni Erninum. Í nándarverðlaun voru gjafabréf í Bílahótel að upphæð kr. 10.000,- Til þess að sjá myndaseríu úr mótinu smellið hér: OPNA ICELANDAIR GOLFERS 2012 Helstu úrslit voru eftirfarandi: Höggleikur án forgjafar: Lesa meira
Opna Icelandair Golfers mótið hjá GK – 12. maí 2012
GST: Arnór Tumi sigraði á Kríumóti Golfklúbbs Staðarsveitar
Í dag, 12. maí 2012, fór fram hið árlega Kríumót Golfklúbbs Staðarsveitar á Garðavelli undir Jökli. Keli vert og félagar tóku vel á móti 25 kylfingum sem komu í Staðarsveitina að spila golf. Leikfyrirkomulagið var punktakeppni með forgjöf og voru veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Landsbankinn styrkti mótið veglega. Arnór Tumi Finnsson, GB sigraði á glæsilegum 43 punktum. Í 2. sæti varð Margeir Ingi Rúnarsson, GSM á 35 punktum og í 3. sæti Eysteinn Jónsson, GJÓ, einnig á 35 punktum, en Margeir Ingi var betri á seinni 9 (þ.e. með 18 pkt en Eysteinn með 17) Hér má sjá helstu úrslit: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Lesa meira
Birgir Leifur spilaði á 72 höggum og er í 21. sæti eftir 3. dag í Pléneuf!
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, spilaði í dag á 72 höggum á á ALLIANZ Open Côtes d´Armor Bretagne mótinu, sem fram fer á Golf Blue Green Pléneuf Val André golfvellinum í Pléneuf, Frakklandi. Alls er Birgir Leifur því búinn að spila á +4 yfir pari, samtals 214 höggum (73 69 72). Í dag spilaði hann á +2 yfir pari, 72 höggum á hring þar sem hann fékk 3 fugla, 1 skolla og 2 skramba. Birgir Leifur hækkaði sig úr 29. sætinu sem hann var í eftir 2. dag og deilir nú 21. sætinu með 4 öðrum kylfingum. Efstur sem fyrri daginn er Spánverjinn Carlos Aguilar á samtals -5 undir pari, 205 höggum (69 66 70). Golf Lesa meira
Evróputúrinn: Carlos Del Moral í efsta sæti eftir 3. hring Madeira Islands Open
Það er Spánverjinn Carlos Del Moral, sem leiðir eftir 3. hring Madeira Islands Opan. Del Moral hefir 3 högga forystu á þá sem næstir koma. Hann er búinn að spila á samtals -17 undir pari, samtals 199 höggum (69 67 63). Del Moral kom inn á besta skorinu í dag, glæsilegum 63 höggum á hring þar sem hann spilaði skollafrítt og fékk 9 fugla þ.á.m. fékk hann 4 fugla í röð á 6.-9. braut. Carlos del Moral náði þeim glæsilega árangri að verða í 2. sæti á Q-school Evrópumótaraðarinnar 2010 en lokaúrtökumótið fór fram á PGA Golf Catalunya vellinum í Girona, á Spáni í desemberbyrjun (4.-10. desember 2010) það ár. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Birgir Björn Magnússon, GK. Birgir Björn er fæddur 12. maí 1997 og á því 15 ára afmæli í dag. Hann er núverandi Íslandsmeistari í höggleik í flokki 14 ára og yngri stráka. Birgir Björn innsiglaði Íslandsmeistaratitilinn með stæl 8. ágúst 2011, en hann setti nýtt vallarmet af rauðum í Grafarholtinu við það tækifæri spilaði á -7 undir pari, 64 glæsihöggum og fékk auk þess örn á par-5 15. braut Grafarholtsins, sem mörgum finnst ein erfiðasta golfbraut landsins. Birgir á ekki langt að sækja golfhæfileikana, en foreldrar hans eru Magnús Birgisson, golfkennari MP Academy og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Birgir Björn á tvo bræður Sindra og Pétur. Komast má á Lesa meira
Hvað á að gefa golfmömmunni á mæðradaginn?
Golfmömmur eru þær sem vinna ómælanlega vinnu fyrir kylfingana sína, keyra þá á æfingar, á mót, draga kerrurnar fyrir þá. Oftar en ekki hefir golfmamman sjálf áhuga á golfi…. og á morgun er mæðradagurinn og því ekki úr vegi að koma með nokkrar tillögur að mæðradagsgjöf fyrir þessar ómissandi konur. Gjöfin þarf alls ekki að vera stór t.d. er fallegt flatarmerki, golfbolti eða poki af bleikum tíum gjöf sem ætti að falla í góðan jarðveg hjá öllum golfmömmum. Skoða má þessa muni t.a.m. á síðunni HISSA.IS en vörur þess merkis fást í öllum helstu golfbúðum og má auk þess panta á netinu. Þeir sem eru orðnir seinir eða hugsa fyrir Lesa meira
PGA: Zach Johnson, Matt Kuchar og Kevin Na leiða þegar The Players er hálfnað
Það eru Bandaríkjamennirnir Kevin Na, Matt Kuchar og Zach Johnson, sem leiða þegar The Players er hálfnað. Þeir eru allir búnir að spila á samtals -8 undir pari, Kevin Na (67 69); Zach Johnson (70 66) og Matt Kuchar (68 68). Í fjórða sæti er Harris English höggi á eftir þremenningunum. Í 5. sæti eru 5 kylfingar, þ.á.m. forystumaður gærdagsins Martin Laird, en allir spiluðu þeir í 5. sæti á – 6 undir pari. Tilvonandi Ferrari Enzo kaupandinn, Ian Poulter sem leiddi ásamt Laird í gær átti „afleitan“ hring upp á 76 högg og er T-17 á -3 undir pari, ásamt 13 öðrum kylfingum þ.á.m. Luke Donald, Lee Westwood og Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn var á 78 höggum 2. dag Women´s East Regional
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest tekur þátt í svæðisúrslitum Austurdeildarinnar (ens.: NCAA D1 Women´s East Regional) á golfvelli Penn State, í Pennsylvaníu. Í dag var 2. hringurinn spilaður í þessu móti þar sem þátt taka 126 stúdentar frá 24 háskólum. Ólafía Þórunn spilaði 1. hring 77 höggum en var á 78 höggum í dag. Hún er T-77. Ólafía Þórunn var á 4. besta skori liðs síns, en Cheyenne Woods, frænka Tigers spilaði best allra í liðinu var á 73 höggum og hækkaði sig úr T-39 í T-24. Lið Wake Forest er T-16 af þeim 24 háskólaliðum sem þátt taka. Til þess að sjá úrslit eftir 2. dag NCAA D1 Lesa meira








