Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2012 | 20:00

GKS: Framkvæmdir við nýjan Hólsvöll hefjast í sumar á Siglufirði

Nýr og glæsilegur golfvöllur er hluti af áformum um myndarlega uppbyggingu á Siglufirði, sem Fjallabyggð og ferðaþjónustufyrirtækið Rauðka ehf. hafa sameinast um. Munu framkvæmdir við völlinn, níu holur, hefjast í sumar. Golfklúbbur Siglufjarðar, sem hefur rekið golfvöll í Hólsdal í fjóra áratugi, hefur unnið hugmyndinni brautargengi síðan 2009 og mun flytja starfsemi sína á nýja völlinn við opnun hans 2015, sama ár og Rauðka fyrirhugar opnun á nýju hóteli við gömlu höfnina. Rauðka, sem hefur á umliðnum misserum staðið fyrir ýmsum nýjungum í ferðaþjónustu á Siglufirði, lýsti snemma áhuga á samvinnu við golfklúbbinn um gerð vallarins með viljayfirlýsingu beggja aðila sumarið 2010. Þessi áform eru nú loks í höfn, þökk Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2012 | 19:45

Tinna komst ekki í gegnum niðurskurð í Kristianstad

Tinna Jóhannsdóttir, GK, tók þátt í  Kristianstad Åhus Ladies Open, en mótið er hluti af LET Access Series. Þátttakendur í mótinu eru 120. Í dag var skorið niður og komst Tinna því miður ekki í gegnum niðurskurð. Niðurskurðurinn miðaðist við þær sem voru í 30. sæti eða jafnar í því sæti. Skor var hátt og niðurskurður miðaðist í þetta sinn við +10 yfir pari. Eftir 1. keppnisdag var Tinna T-39 þ.e. jöfn 9 öðrum í 39. sæti, en þá spilaði hún á  +4 yfir pari, 76 höggum. Í dag spilaði Tinna hins vegar á 83 höggum og lauk því keppni á því að spila á +15 yfir pari, var 5 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2012 | 19:30

Birgir Leifur á glæsilegum 69 höggum á 2. degi í Pléneuf – Komst í gegnum niðurskurð!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG,  sýndi af sér glæsispilamennsku í dag þegar hann kom í hús á 69 höggum á ALLIANZ Open Côtes d´Armor Bretagne mótinu, sem fram fer á Golf Blue Green Pléneuf Val André golfvellinum í Pléneuf, Frakklandi. Birgir spilaði samtals á +2 yfir pari, samtals 142 höggum (73 69) og hreinlega flaug í gegnum niðurskurðinn en hann deildi 29. sætinu með  10 öðrum kylfingum. Efstur varð Spánverjinn Carlos Aguilar á samtals -5 undir pari, 135 höggum og munar því aðeins 7 höggum á Birgi og efsta manni. Golf 1 óskar Birgir Leif góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna þegar ALLIANZ Open Côtes d´Armor Bretagne mótið er hálfnað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2012 | 19:15

Rúnar Arnórsson T-72 á Irish Amateur Open

Í Royal Dublin Golf Club fer nú fram Irish Amateur Open. Þátttakendur eru 120 frá Írlandi og öðrum Evrópulöndum. Meðal keppenda er Rúnar Arnórsson, GK. Hann spilaði 1. hringinn í dag á 79 höggum og er T-72 þ.e. deilir 72. sætinu ásamt 7 öðrum. Golf 1 óskar Rúnari góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna á Irish Open eftir 1. dag smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2012 | 19:00

Evróputúrinn: Oliver Wilson leiðir þegar Madeira Islands Open er hálfnað

Það er Englendingurinn Oliver Wilson, sem leiðir þegar Madeira Islands Open er hálfnað.  Hann kom inn á -7 undir pari, 65 höggum í dag og er því samtals búinn að spila á -13 undir pari (66 65). Öðru sætinu deila 3 kylfingar: Svíarnir Magnus A Carlson og Joakim Lagergren og Englendingurinn Andy Sullivan, allir aðeins 1 höggi á eftir Wilson. Til þess að sjá stöðuna þegar Madeira Islands Open er hálfnað smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2012 | 15:00

Myndasería frá 1. keppnisdegi The Players

The Players stórmótið hófst á TPC Sawgrass golfvellinum á Ponte Vedra Beach í Flórída í gær. Sjá má myndir frá 1. keppnisdegi með því að smella HÉR:  Á myndunum gefur m.a. að líta þá tvo sem eru efstir á -7 undir pari, 65 höggum, þ.e. þá Martin Laird frá Skotlandi og Englendinginn Ian Poulter. Alltaf gaman að skoða myndir af stemmningunni og hitanum á mótinu. Áhorfendur gera þetta mót ekki síður skemmtilegt s.s. sjá má á ofanbirtri mynd af stuðningsmönnum Sergio Garcia.

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2012 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2012

Það er Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hólmfríður Lillý er fædd 11. maí 1962 og á því stórafmæli í dag!!!  Hólmfríður Lillý er móðir Ómars Sigurvins, Péturs Freys, sem stundar nám og spilar golf með golfliði Nicholls State í Louisiana og Rún, sem er núverandi Íslandsmeistari í höggleik í flokki telpna 15-16 ára. Fjölskyldan er öll í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast á Facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju daginn hér að neðan: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir (50 ára) Aðrir frægir kylfingar eru:   Blair Piercy, (kanadískur kylfingur) 11. maí 1963;  Andrew Bonhomme  (ástralskur kylfingur), 11. maí 1972 (40 ára stórafmæli!!!);  Michael Jancey „Briny“ Baird, 11. maí 1972  (40 ára Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2012 | 12:55

GN: Eysteinn Gunnarsson fór holu í höggi!

Þann 4 .maí 2012 fór Eysteinn Gunnarsson holu í höggi á 12.holu á Norðurvelli á El Rompido. Eysteinn var í golfferðalagi á Spáni.   Hann er félagi í GN eða Golfklúbbi Norðfjarðar á Neskaupsstað. Tólfta brautin á El Rompido er par-3 og 106 metra af gulum teigum. Golf 1 óskar Eysteini innilega til hamingju með draumahöggið!

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2012 | 10:15

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn T-59 í NCAA D1 Women´s East Regional

Í gær hófust svæðisúrslit Austurdeildarinnar (ens.: NCAA D1 Women´s East Regional) á golfvelli Penn State, í Pennsylvaníu.  Meðal þátttakenda eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og lið hennar Wake Forest.  Þátttakendur í mótinu eru 126. Ólafía Þórunn spilaði 1. hring á +5 yfir pari, 77 höggum og deilir 59. sætinu.  Hún var á 3. besta skori liðs síns. Cheyenne Woods, liðsfélagi Ólafíu Þórunnar og frænka Tigers spilaði á 75 höggum og er T-39. Hún var á næstbesta skori Wake, en sú sem stóð sig best af Wake Forest liðinu var Marissa Dodd sem spilaði á 74 höggum og er T-24. Lið Wake Forest er í 15. sæti af 24 háskólaliðum sem þátt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2012 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Martin Laird?

Skoski kylfingurinn Martin Laird deilir 1. sætinu með Ian Poulter, en báðir spiluðu 1. hring the Players á -7 undir pari, 65 höggum. Poulter fær samt öllu meiri athygli þótt hringur Laird í gær hafi e.t.v. verið öllu glæsilegri fyrir þær sakir að hann skilaði „hreinu“ skorkorti þ.e. ekki með neinum skolla á.   Martin Laird fékk 7 fugla og engan skolla eða þaðan af verra, sem var í einu orði glæsilegt! En hver er kylfingurinn? Martin Laird fæddist í Glasgow, Skotlandi 29. desember 1982 og er því 29 ára. Mikið er af íþróttamönnum í ætt Laird, en frændi hans David Weatherston spilar t.a.m. með Falkirk í 1. deildinni í Lesa meira