Evróputúrinn: Carlos Del Moral í efsta sæti eftir 3. hring Madeira Islands Open
Það er Spánverjinn Carlos Del Moral, sem leiðir eftir 3. hring Madeira Islands Opan. Del Moral hefir 3 högga forystu á þá sem næstir koma. Hann er búinn að spila á samtals -17 undir pari, samtals 199 höggum (69 67 63). Del Moral kom inn á besta skorinu í dag, glæsilegum 63 höggum á hring þar sem hann spilaði skollafrítt og fékk 9 fugla þ.á.m. fékk hann 4 fugla í röð á 6.-9. braut.
Carlos del Moral náði þeim glæsilega árangri að verða í 2. sæti á Q-school Evrópumótaraðarinnar 2010 en lokaúrtökumótið fór fram á PGA Golf Catalunya vellinum í Girona, á Spáni í desemberbyrjun (4.-10. desember 2010) það ár. Þetta er því 2. keppnistímbil hans og takist honum að sigra á morgun verður það fyrsti sigur hans á Evrópumótaröðinni.
Í 2. sæti er Svíinn Joakim Lagergren, á samtals – 14 undir pari, 202 höggum, (66 66 70).
Fjórir kylfingar deila 3. sætinu: Svíarnir Mikael Lundberg og Magnus A Carlson, Englendingurinn Oliver Wilson (sem leiddi í gær) og Portúgalinn Ricardo Santos, á -13 undir pari, á samtals 203 höggum, hver.
Til þess að sjá stöðuna í heild eftir 3. dag á Madeira Islands Open, smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024