Birgir Björn Magnússon að fara að slá aðhöggið á 15. braut fyrir erni. Hann lauk hringnum með skor upp á 64 högg og varð Íslandsmeistari 14 ára og yngri, 8. ágúst 2011, með glæsibrag! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Birgir Björn Magnússon, GK. Birgir Björn er fæddur 12. maí 1997 og á því 15 ára afmæli í dag. Hann er núverandi Íslandsmeistari í höggleik í flokki 14 ára og yngri stráka. Birgir Björn innsiglaði Íslandsmeistaratitilinn með stæl 8. ágúst 2011, en hann setti nýtt vallarmet af rauðum í Grafarholtinu við það tækifæri spilaði á -7 undir pari, 64 glæsihöggum og fékk auk þess örn á par-5 15. braut Grafarholtsins, sem mörgum finnst ein erfiðasta golfbraut landsins. Birgir á ekki langt að sækja golfhæfileikana, en foreldrar hans eru Magnús Birgisson, golfkennari MP Academy og Ingibjörg Guðmundsdóttir.  Birgir Björn á tvo bræður Sindra og Pétur.  Komast má á síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Amy Benz, 12. maí 1962 (50 ára stórafmæli!!!); Steven Conran, 12. maí 1966 (46 ára); Andrew Coltart, 12. maí 1970 (42 ára); Mike Malizia, 12. maí 1970 (42 ára); Jim Furyk 12. maí 1970 (42 ára); Mike Weir 12. maí 1970 (42 ára) …… og …….

Sebastians Art (40 ára stórafmæli!!!)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is