Hver er kylfingurinn: Matt Kuchar?
Eftir gærdaginn ættu allir að kannast við Bandaríkjamanninn með góðlátlega brosið, fjölskyldumanninn með strákana sína tvo sem tók við verðlauna-bikarnum fyrir sigur á The Players 2012. Stærsta mótinu á PGA, oft nefnt 5. risamótið – með risaverðlaun $ 1,7 milljónir bandaríkjadala fyrir fyrsta sætið (u.þ.b. 214 milljónir íslenskra króna). En hver er Matt Kuchar? Matthew Gregory Kuchar fæddist í Winter Park, Flórída 21. júní 1978 og er því 33 ára. Matt, sem líka er nefndur Kuch af vinum sínum veit það líklegast ekki en hann er fæddur á miklum afmælisdegi frábærra kylfing á m.a. sama afmælisdag og Ragga „okkar“ Sig.; hin skoska Carly Booth og nýlliðinn suður-kóreanski, sem er að Lesa meira
Frá blaðamannafundi eftir sigur Kuchar – hápunktar og högg lokdags The Players 2012
Eftir að ljóst var að það var Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar sem sigraði á The Players 2012 var s.s. venja er haldinn blaðamannafundur, þar sem Kuchar sat fyrir svörum. Þar kom margt fróðlegt fram. M.a. álit Kuchar á meðspilara sínum 4. hringinn, Kevin Na, sem vægast sagt er mjög sérstakur kylfingur. Kuchar sagði m.a að þeim hefði báðum fundist fyndinn bolur áhanganda sem sneri út úr nafni Na. Áhangandinn var í bol þar sem Na í lotukerfinu var stækkað upp – en Na er sem kunnugt er merkið fyrir natríum. Eins var talað um söngva sem sungnir eru af áhangendum þar sem snúið er úr nafni Na, en þeir söngla oft Lesa meira
PGA: Matt Kuchar sigurvegari The Players 2012
Það er bandaríski kylfingurinn Matt Kuchar, sem er sigurvegari The Players 2012. Hann spilaði hringina 4 á -13 undir pari samtals 275 höggum (68 68 69 70). Öðru sætinu deildu 4 kylfingar: Skotinn Martin Laird og Bandaríkjamennirnir Zach Johnson, Rickie Fowler og Ben Curtis allir á -11 undir pari, 211 höggum hver. Luke Donald átti frábæran hring upp á 66 högg og lyfti sér við það í 6. sætið. Hann spilaði á -9 undir pari, (72 69 72 66). Tiger Woods spilaði á +1 yfir pari í dag, 73 höggum og var samtals á -1 undir pari, samtals 287 höggum (74 68 72 73) Til þess að sjá úrslitin á Lesa meira
NK: Nökkvi og Þorsteinn sigruðu í BYKO vormótinu á Nesinu
Fyrsta alvöru mót sumarsins á Nesvellinum fór fram í (gær) þegar BYKO vormótið var haldið. Það má segja að hugtakið „skiptust á skin og skúrir“ hafi átt vel við því nánast allar tegundir veðurs gerðu vart við sig á meðan mótinu stóð. Það voru sextíu og átta kylfingar sem skráðu sig til leiks. Óvenju mikið var umforföll en á móti bættust líka við nýir keppendur þegar leið á daginn. Fyrirkomulag mótsins var punktakeppni með forgjöf og var það Þorsteinn Þorsteinsson sem lék sinn besta hring í móti hingað til sem náði bestum árangri en hann lék á 81 höggi og fékk 43 punkta. Nökkvi Gunnarsson átti besta skor dagsins en Lesa meira
Birgir Leifur lauk keppni í 26. sæti á Allianz mótinu í Pléneuf
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lauk í dag keppni á ALLIANZ Open Côtes d´Armor Bretagne mótinu, sem fram fór á Golf Blue Green Pléneuf Val André golfvellinum í Pléneuf, Frakklandi. Birgir Leifur deildi 26. sætinu með 6 öðrum kylfingum . Hann var á 75 höggum í dag; fékk 3 skramba, 3 fugla, 2 skolla og 1 örn. Samtals spilaði Birgir Leifur á +9 yfir pari, 289 höggum (73 69 72 75). Sá sam sigraði í mótinu var Englendingurinn Eddie Pepperell eftir umspil við Danann Jeppe Huldahl, en báðir voru þeir á samtals -3 undir pari samtals, 277 höggum og varð því að koma til umspils milli þeirra – þar sem Eddie hafði strax Lesa meira
Evróputúrinn: Ricardo Santos frá Portúgal sigraði á Madeira Islands Open
Það er Portúgalinn Ricardo Santos sem stóð uppi sem sigurvegari á Madeira Islands Open. Þvílíkur lokahringur!!! Santos spilaði á 63 höggum í dag – skilaði hreinu skorkorti, þar sem á voru 9 fuglar! …. og fyrsti titillinn á Evrópumótaröðinni í höfn! Ricardo Santos er fyrsti portúgalski kylfingur til þess að sigra mót á Evrópumótaröðini á heimavelli. Eftir sigurinn sagði hann m.a.: „Þetta er mjög tilfinningaþrungið fyrir mig og ég á ekki til orð til þess að lýsa hvernig mér líður. Að vinna fyrsta titilinn minn á Evrópumótaröðinni í eigin heimalandi er mjög sérstakt. Púttið á 17. var ótrúlegt og ég vissi þá að ég væri búinn að sigra. Þetta var Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Finnur Sturluson – 13. maí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Finnur Sturluson. Finnur er fæddur 13. maí 1952 og á því 60 ára stórafmæli í dag! Finnur er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Haft er eftir afmæliskylfingi dagsins á einum stað: „Golf er gott og hollt fyrir börn og unglinga. Sigur í Golfi er sigur yfir sjálfum sér. En eins og með aðrar íþróttir þá krefst það að foreldrarnir og umhverfið styðji þá. Lífið er dásamlegt, einkum ef maður hugsar um það á þann hátt.“ Finnur er kvæntur Eyrúnu Birgisdóttur og á 3 syni: Dagbjart, Inga Þór og Óla. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér: Finnur Sturluson Aðrir frægir Lesa meira
GK: Vorhátíð Keiliskvenna – myndasería
Föstudagskvöldið 11. maí var Vorhátíð Keiliskvenna haldin. Við það tækifæri voru afhent verðlaun í púttmótaröð Keiliskvenna. Í 1. sæti varð Guðrún Bjarnadóttir; í 2. sæti Ólöf Baldursdóttir og í 3. sæti Þórdís Geirsdóttir. Haldin var tískusýning og voru sýndar vörur frá Hole in One m.a. vörur frá Chervo og Catmandoo. Eins var nýjasta línan frá Didriksons sýnd. Jafnframt komu dansarar frá Salsa Iceland og sýndu og kenndu Keiliskonum salsasveiflu. Að venju var söngur, glens og gaman. Til þess að sjá myndaseríu frá Vorhátíð Keiliskvenna, sem Ingveldur Ingvarsdóttir í kvennanefnd Keilis tók smellið HÉR:
Rúnar úr leik á Írlandi
Rúnar Arnórsson, GK tók þátt í Irish Amateur Open, sem fram fer á golfvelli Royal Dublin Golf Club, dagana 11.-13. maí 2012. Sjá má hinn gullfallega linksara Royal Dublin (par-72) á heimasíðu klúbbsins með því að smella HÉR: Rúnar komst ekki í gegnum niðurskurð í gær en hann var miðaður við samtals 152 högg eða samtals +8 yfir par eftir 2 keppnisdaga og 36 holu spil. Rúnar var á samtals +15 yfir pari,eða samtals 159 höggum (79 80) og munaði því 7 höggum að hann kæmist í gegnum niðurskurðinn. Til þess að sjá stöðuna á Irish Amateur Open eftir 2. dag smellið HÉR:
PGA: Kevin Na í forystu fyrir lokahringinn – hápunktar og högg 3. dags á the Players
Það er Bandaríkjamaðurinn Kevin Na sem hefir nauma forystu fyrir lokadag the Players. Na er búinn að spila á samtals -12 undir pari, samtals 2o4 höggum (67 69 68). Aðeins 1 höggi á eftir er landi Na, Matt Kucher á -11 undir pari, samtals 205 höggum (68 68 69). Í 3. sæti á -9 undir pari er Rickie Fowler, sem ef hann myndi sigra í dag væri að taka 2. PGA Tour mótið sitt í röð, en hann hafði verið sigurlaus fram að Wells Fargo Championship, sem fram fór síðustu helgi. Tiger er sem stendur T-34 – spilaði á 72 höggum á 3. degi the Players. Til þess að sjá Lesa meira









