Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2012 | 10:30

GK: Vorhátíð Keiliskvenna – myndasería

Föstudagskvöldið 11. maí var Vorhátíð Keiliskvenna haldin. Við það tækifæri voru afhent verðlaun í púttmótaröð Keiliskvenna.  Í 1. sæti varð Guðrún Bjarnadóttir; í 2. sæti Ólöf Baldursdóttir og í 3. sæti Þórdís Geirsdóttir.

Haldin var tískusýning og voru sýndar vörur frá Hole in One m.a. vörur frá Chervo og Catmandoo. Eins var nýjasta línan frá Didriksons sýnd.

Jafnframt komu dansarar frá Salsa Iceland og sýndu og kenndu Keiliskonum salsasveiflu.

Að venju var söngur, glens og gaman.

Til þess að sjá myndaseríu frá Vorhátíð Keiliskvenna, sem Ingveldur Ingvarsdóttir í kvennanefnd Keilis tók smellið HÉR: