Evróputúrinn: Ricardo Santos frá Portúgal sigraði á Madeira Islands Open
Það er Portúgalinn Ricardo Santos sem stóð uppi sem sigurvegari á Madeira Islands Open. Þvílíkur lokahringur!!! Santos spilaði á 63 höggum í dag – skilaði hreinu skorkorti, þar sem á voru 9 fuglar! …. og fyrsti titillinn á Evrópumótaröðinni í höfn!
Ricardo Santos er fyrsti portúgalski kylfingur til þess að sigra mót á Evrópumótaröðini á heimavelli. Eftir sigurinn sagði hann m.a.: „Þetta er mjög tilfinningaþrungið fyrir mig og ég á ekki til orð til þess að lýsa hvernig mér líður. Að vinna fyrsta titilinn minn á Evrópumótaröðinni í eigin heimalandi er mjög sérstakt. Púttið á 17. var ótrúlegt og ég vissi þá að ég væri búinn að sigra. Þetta var einstakur hringur og örugglega sá besti á ferli mínum. Það var frábært að hafa áhorfendur til þess að styðja mig. Það er erfitt að ímynda sér betri sigur en þennan. Ég átti ekki mörg slæm augnablik á hringnum en þegar þau komu voru áhorfendur alltaf þarna til þess að rífa mig upp og halda mér við efnið. Þetta er risastund á ferlinum. Ég spilaði bara stöðugt allan hringinn. Ég hélt áfram að hitta brautir og flatir á tilskildum höggafjölda og setja niður púttin og sem betur fer voru púttin ótrúleg í dag.“
Ricardo Santos er 29 ára, á afmæli 7. september á þessu ári. Hann er kvæntur Ritu sinni og þau eiga litla dóttur, Victoríu (f. 2009).
Til þess að sjá úrslitin á Madeira Islands Open smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024