Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2012 | 10:00

Rúnar úr leik á Írlandi

Rúnar Arnórsson, GK tók þátt í Irish Amateur Open, sem fram fer á golfvelli Royal Dublin Golf Club, dagana 11.-13. maí 2012. Sjá má hinn gullfallega linksara Royal Dublin (par-72) á heimasíðu klúbbsins með því að smella HÉR:

Rúnar komst ekki í gegnum niðurskurð í gær en hann var miðaður við samtals 152 högg eða samtals +8 yfir par eftir 2 keppnisdaga og 36 holu spil.

Rúnar var á samtals +15 yfir pari,eða samtals 159 höggum (79 80) og munaði því 7 höggum að hann kæmist í gegnum niðurskurðinn.

Til þess að sjá stöðuna á Irish Amateur Open eftir 2. dag smellið HÉR: