Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2012 | 09:00

Hver er kylfingurinn: Matt Kuchar?

Eftir gærdaginn ættu allir að kannast við Bandaríkjamanninn með góðlátlega brosið, fjölskyldumanninn með strákana sína tvo sem tók við verðlauna-bikarnum fyrir sigur á The Players 2012. Stærsta mótinu á PGA, oft nefnt 5. risamótið – með risaverðlaun $ 1,7 milljónir bandaríkjadala fyrir fyrsta sætið (u.þ.b. 214 milljónir íslenskra króna). En hver er Matt Kuchar?

Matthew Gregory Kuchar  fæddist í Winter Park, Flórída 21. júní 1978 og er því 33 ára. Matt, sem líka er nefndur Kuch af vinum sínum veit það líklegast ekki en hann er fæddur á miklum afmælisdegi frábærra kylfing á m.a. sama afmælisdag og Ragga „okkar“ Sig.; hin skoska Carly Booth og nýlliðinn suður-kóreanski, sem er að slá í gegn á PGA í ár, Bae Sang-moon. Matt Kuchar er kvæntur Sybil (alltaf kölluð Sybi) og saman eiga þau synina Cameron Cole (2007) og  Carson Wright (2009). Fjölskyldan býr á St. Simons Island í Georgíu.

Á háskólaárum sínum var Kuchar við nám í Georgia Tech þar sem hann var tvívegis first-team-All-American í golfliðinu. Meðal félaga hans þar var PGA kylfingurinn Bryce Molder.  Árið 1997 vann Kuchar US Amateur (og eins Terra Cotta Invitational). Hann tók við Haskins viðurkenningunni 1998 sem veitt er besta háskólakylfingnum í Bandaríkjunum.  Hann var með lægsta skor áhugamanna bæði á The Masters og Opna bandaríska 1998.

Matt Kuchar gerðist atvinnumaður í golfi eftir að hafa útskrifast frá Georgia Tech með gráðu í stjórnun (ens. management) árið 2000.

Atvinnumannsferillinn

Fyrsti sigur Kuchar á PGA Tour vannst á Honda Classic árið 2002.  Hins vegar var hann aftur kominn á Nationwide Tour 2006 eftir að honum mistókst að vinna sér inn nægt fé til þess að halda kortinu á PGA Tour.  Það ár 2006 vann hann Henrico County Open á Nationwide Tour og lauk árinu í 10. sæti á peningalistanum þannig að hann var aftur kominn með kortið sitt á PGA Tour 2007. Hann hélt kortinu sínu 2007 með því að enda árið í 115. sæti peningalistans og síðan aftur 2008 með því að vera í 70. sæti peningalistans.

Sjö árum eftir 1. sigur sinn á PGA Tour vann Kuchar í annað sinn á Haustmótaröðinni (ens. Fall Series) á Turning Stone Resort Championship í umspili við Vaughn Taylor, en mótinu lauk á mánudegi vegna myrkurs deginum áður.

Hinn 15. ágúst 2010 komst Kuchar í Ryder Cup lið Bandaríkjanna með því að hljóta 8. og síðasta sætið sem veitt er fyrir flesta punkta.  Á þeim tíma var Kuchar með flesta topp-10 árangra en var sigurlaus 2010. Eyðimerkurgöngu sigurleysis hans lauk á The Barclays, 29. ágúst 2010, sem fram fór í Ridgewood Country Club í Paramus í New Jersey; Kuchar vann Skotann Martin Laird á fyrstu holu umspils.

Kuchar hlaut Vardon Trophy og Byron Nelson Award 2010 fyrir lægsta meðaltalsskor og Arnold Palmer viðurkenninguna á PGA Tour fyrir að vera efstur á peningalistanum.

Kuchar byrjaði vel á 2011 keppnistímabilinu með 3 topp-10 árangra á fyrstu 3 vikum tímabilsins. Hann varð T-6 á Hyundai Tournament of Champions. Hann varð T-5 á Sony Open í Hawaii og T-7 á Bob Hope Classic.

Í febrúar 2011 komst Kuchar í undanúrslit á WGC-Accenture Match Play Championship þar sem hann tapaði  6&5 fyrir Luke Donald.  Í leiknum um 3. sætið vann Kuch, Bubba Watson 2&1. Fyrr þessa viku hafði Kuchar unnið Danann Anders Hansen á 22. holunni, Bo Van Pelt í 2. umferð, Rickie Fowler í 3. umferð og YE Yang í fjórðungsúrslitunum.

Kuchar varð T-2 á The Memorial Tournament í Muirfield Village í júní 2011 á eftir Steve Stricker, sem vann mótið. Þetta var í 8. sinn það keppnistímabílið sem hann varð meðal 10 efstu og þarna í júní 2011 náði hann besta árangri sínum á heimslistanum til gærdagsins 6. sætinu.  (Í síðustu viku var Kuch í 16. sæti heimslistans en við sigurinn fór hann upp í 5. sætið, sem er besti árangur hans á heimslistanum til þessa!).

Kuchar varð í 2. sæti á The Barclays, 2 höggum á eftir sigurvegaranum Dustin Johnson.  Mótið var stytt í 54 holu mót vegna hvirfilbylsins Irene. Með þessum árangri færðist Kuch í 2. sæti FedExCup stigalistans.

Matt Kuchar og Gary Woodland unnu síðan Omega Mission Hills World Cup í nóvember 2011. Þetta ár vann Kuch líka  CVS Caremark Charity Classic ásamt Zach Johnson.

Árið 2012 verður Kuchar örugglega lengi ferskt í minni því nú í ár náði hann besta árangri sínum á risamóti til þessa þ.e. T-3 á Masters.  Hann var eiginlega í forystu en fékk skolla á Redbud (par-3 16. holuna) og varð við það 2 höggum á eftir Bubba Watson og Louis Oosthuizen.

Matt Kuchar vann síðan sinn 4. og stærsta sigur á PGA Tour í gær á The Players Championship á TPC Sawgrass í Ponte Vedra Beach í Flórída, degi sem bar upp á mæðradaginn 13. maí 2012.  Í 2. sæti á eftir Kuchar, 2 höggum á eftir honum voru þeir Rickie Fowler, Martin Laird, Ben Curtis og Zach Johnson.

Hér má loks sjá yfirlit yfir 4 sigra Matt Kuchar á PGA Tour:

Nr. Dags Mot Sigurskor Munur  I 2. sæti urðu:
1 Mar 10, 2002 Honda Classic -19 (68-69-66-66=269) 2 högg United States Brad FaxonUnited States Joey Sindelar
2 Okt 5, 2009 Turning Stone Resort Championship -17 (67-68-67-69=271) Umspil United States Vaughn Taylor
3 Ágúst 29, 2010 The Barclays -12 (68-69-69-66=272) Umspil Scotland Martin Laird
4 Maí 13, 2012 The Players Championship -13 (68-68-69-70=275) 2 högg United States Ben CurtisUnited States Rickie Fowler,
United States Zach JohnsonScotland Martin Laird

Heimild: Wikipedia