Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Finnur Sturluson – 13. maí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Finnur Sturluson. Finnur er fæddur 13. maí 1952 og á því 60 ára stórafmæli í dag!  Finnur er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Haft er eftir afmæliskylfingi dagsins á einum stað:

„Golf er gott og hollt fyrir börn og unglinga. Sigur í Golfi er sigur yfir sjálfum sér. En eins og með aðrar íþróttir þá krefst það að foreldrarnir og umhverfið styðji þá. Lífið er dásamlegt, einkum ef maður hugsar um það á þann hátt.“

Finnur er kvæntur Eyrúnu Birgisdóttur og á 3 syni:  Dagbjart, Inga Þór og Óla.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér:

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Patrik Sjöland 13. maí 1971 (41 árs);  Nathan Andrew Green, 13. maí 1975 (37 ára);  Caroline Hedwall, 13. maí 1989 (23 ára) ….. og …….


Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is