Evróputúrinn: Luke Donald er í 1. sæti fyrir lokadag BMW PGA Championship
Það eru miklar líkur á að Luke Donald endurheimti 1. sætið á heimslistanum, ef fram heldur sem horfir en hann trónir nú í 1. sæti fyrir lokahring BMW PGA Championship, sem spilaður verður á Wentworth golfvellinum á morgun. Luke Donald er búinn að spila á samtals -11 undir pari, samtals 205 höggum (68 68 69). Í 2. sæti tveimur höggum á eftir Donald eru landi hans Englendingurinn Justin Rose og enn öðrum 2 höggum á eftir er Írinn Peter Lawrie. Fjórða sætinu deila síðan Suður-Afríkumennirnir Ernie Els, Richard Sterne og Branden Grace auk Skotans Paul Lawrie, allir á -5 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag BMW Lesa meira
Myndasería og staðan eftir fyrri dag 1. móts Eimskipsmótaraðarinnar 2012
Í dag var spilaður fyrri hringur á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar styrktu af Örninn golfverslun á Hólmsvelli í Leiru í fremur köldu og hvössu veðri. Til marks um það má sjá að fánarnir (við Golfskála GS) blöktu við hún. Þátttakendur í mótinu eru 132. Sjá má nokkrar myndir af fyrri hring þátttakenda með því að smella hér: MYNDASERÍA ÚR EIMSKIPSMÓTARÖÐ (1) HJÁ GS. Helstu úrslit dagsins eru eftirfarandi: Kvennaflokkur: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 H3 Alls Mismunur 1 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 2 F 39 37 76 4 76 76 4 2 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 2 F 38 41 79 Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (1) hjá GS – fyrri dagur – 26. maí 2012
Birgir Leifur á sléttu pari og í forystu í Leirunni
Atvinnumaðurinn „okkar“ Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, spilaði á sléttu pari, 70 höggum á Hólmsvelli í Leiru í dag og leiðir ásamt Ísak Jasonarsyni, GK. Þeir verða því í lokahollinu á morgun og er tilhlökkunarefni að sjá þá spila saman!!! Veður á að verða miklu betra á morgun og því ekki úr vegi að leggja leið sína í Leiruna og fylgjast með okkar bestu kylfingum!!! Á hringnum í dag fékk Birgir Leifur 1 örn, 4 fugla, 4 skolla og 1 skramba. Örninn kom á 18. braut og var tilkomumikið að sjá Birgi Leif koma inn! Fuglana fékk Birgir Leifur á 2., 6. 9. og 15. braut. Birgir Leifur var mjög óheppinn Lesa meira
Ísak Jasonarson í forystu eftir fyrri hring á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar í Leirunni
Ísak Jasonarson, 16 ára, úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði er í efsta sæti eftir fyrri dag 1. móts á Eimskipsmótaröðinni styrktu af Örninn golfverslun. Ísak spilaði Leiruna á sama skori og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, en báðir spiluðu Leiruna á 72 höggum þ.e. sléttu pari, sem er einstaklega flott miðað við fremur hvassan og kaldan dag. Á hringnum í dag fékk Ísak 4 fugla og 4 skolla. Fuglarnir komu á 1., 9., 15. og 18. brautir Leirunnar en skollarnir á 3., 11., 12. og 14. braut. Ísak er klúbbmeistari Golfklúbbs Öndverðarness 2011 og sigraði nú nýlega á Opna Icelandair Golfers á heimavelli. Þá spilaði hann Hvaleyrina á -2 undir pari, Lesa meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leiðir eftir fyrri hring á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar í Leirunni – spilaði á 76 höggum!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, Íslandsmeistari í höggleik 2011, er á besta skori af konunum 26 sem hófu leik í dag á fyrsta móti sumarsins á Eimskipsmótaröðinni á Hólmsvelli í Leiru í dag. Ólafía Þórunn spilaði á 76 glæsilegum höggum þ.e. +4 yfir pari, sem verður að teljast frábært miðað aðstæður, en það hvessti þó nokkuð seinni partinn og það var kalt. Ólafía fékk 3 fugla, 5 skolla og 1 skramba á fyrsta hring sínum á mótaröðinni í sumar. Þetta er ekki síður frábært skor í ljósi þess að mikill munur er á veðráttu hér og í Norður-Karólínu, en Ólafía en nýkomin frá Bandaríkjunum, líkt og margir af okkar bestu kylfingum, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Andri Már Óskarsson – 26. maí 2012
Það er Andri Már Óskarsson, GHR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Andri Már fæddist 26. maí 1991 og er því 21 árs í dag. Andri Már er klúbbmeistari GHR 2011 og frábær kylfingur með -0.4 í fgj. Andri Már m.a. valinn íþróttamaður HSK 10. mars s.l. Í dag á afmælisdaginn er Andri Már að spila á Eimskipsmótaröðinni í Leirunni. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér: Andri Már Óskarsson (21 árs) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hans Guðmundsson, GK, 26. maí 1961 (51 árs), Jamie Spence, 26. maí 1963 (49 ára); Herborg Arnarsdóttir, GR, 26. maí 1975 (37 ára) ….. Lesa meira
Leikur hófst kl. 7:30 í morgun á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar – Skor í beinni
Fyrsta hollið fór út í morgun kl. 7:30 í Leirunni á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar styrktu af Örninn golfverslun, en í því eru Alfreð Brynjar Kristinsson, Derrick John Moore og Gunnar Páll Þórisson. Mótið hefir verið stytt í 36 holu mót vegna hvassviðris í gær og verður fyrri hringur mótsins spilaður í dag og sá seinni á morgun. Spáð er ágætis veðri á morgun. Þátttakendur í mótinu eru 132. Fylgjast má með skori keppenda, sem er uppfært á 3 holu fresti HÉR:
Mesta eftirsjá stórkylfinga: (8. grein af 20) Greg Norman
Hinn 57 ára Ástrali, Greg Norman, hefir tvívegis sigrað Opna breska og varði miklum hluta af ferli sínum í 1. sæti heimslistans áður en hann sneri sér að viðskiptum. Hverju skyldi Greg Norman sjá eftir? Að hafa slegið með dræver á síðustu holu umspils á Opna breska 1989? Að kvænast Chris Evert? Eða að missa stöðugt af sigri á Masters: hann tók 23 sinnum þátt og varð 8 sinnum meðal efstu 5 en sigraði aldrei. Gefum Greg orðið: „(Ég sé eftir) öðru högginu á 18. á Masters árið 1986. Ég reyndi að slá með 4 járni í staðinn fyrir 5 járni. Ég held að ég hafi átt 187 yarda í Lesa meira
LET: Pernilla Lindberg leiðir þegar Uni Credit German Ladies Open er hálfnað
Sænska stúlkan Pernilla Lindberg leiðir þegar Uni Credit German Ladies Open er hálfnað. Lindberg spilaði á -7 undir pari, samtals 137 högg (68 69). Aðeins 1 höggi á eftir Lindberg eru 5 frábærir kylfingar: Sandra Gal, Joanna Klatten, Stefanie Michl, Klara Spilkova og Carly Booth. Tvær deila 7. sætinu: enska stúlkan Rebecca Hudson og hin ástralska Karen Lunn. Þær hafa spilað á -5 undir pari, samtals 139 höggum hvor. Aðeins 2 högg skilja að 1. og 8. stúlkuna og ljóst að það stefnir í spennandi helgi í evrópsku kvennagolfi. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag eftir Uni Credit German Ladies Open er hálfnað smellið HÉR:








