Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2012 | 22:05

Myndasería úr Örninn golfverslun 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2012 – 2. dagur

Seinni partinn í dag lauk Örninn golfverslun 1. móti á Eimskipsmótaröðinni 2012.

Sigurvegari mótsins var Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, á samtals -4 undir pari vallar í karlaflokki og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, í kvennaflokki á +1 yfir pari vallar.

Mótið var stytt úr hefðbundnu 54 holu móti í 36 holu mót vegna miklis hvassviðris fyrsta daginn, sem framhald varð á að nokkru fyrri dag 36 holu mótsins en lokadaginn í dag var veður skaplegra og skor þátttakenda í samræmi við það.  Margir lækkuðu skorið um fjölda högga milli hringja, allt að 15 högg sáust dæmi um og segir það margt um hversu mikilvægur þáttur gott veður er í golfleik.

Sjá má myndaseríu úr mótinu hér: MYNDASERÍA FRÁ EIMSKIPSMÓTARÖÐINNI (1) – SEINNI DAGUR – 27. MAÍ 2012