Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2012 | 18:45

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sigraði í kvenna- flokki á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar – Spilaði á -3 undir pari – 69 höggum!!!

Það var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, sem sigraði í Örninn golfverslun mótinu, 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar  í dag í kvennaflokki – kom í hús á glæsilegum 69 höggum!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, sigurvegari á 1. stigamóti Eimskipsmótaraðarinar í Leirunni í dag. Mynd: Golf 1

Samtals spilaði Ólafía Þórunn á +1 yfir pari, samtals 145 höggum (76 69). Með skori sínu upp á 69 högg jafnaði Ólafía Þórunn vallarmet Tinnu Jóhannsdóttur, GK og eiga þær nú saman vallarmetið í Leirunni af bláum.  Ólafía var jafnframt á 3. besta skorinu (hvort heldur í karla eða kvennaflokki) af þeim 121, sem luku keppni í dag.

Guðrún Brá slær æfingasveiflu í dag á 1. teig. Mynd: Golf 1

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, varð í 2. sæti, spilaði Leiruna glæsilega á -2 undir pari í dag, þ.e. 70 höggum.  Samtals var Guðrún Brá á +5 yfir pari, samtals 149 höggum (79 70).

Þórdís Geirsdóttir, GK. Mynd: Golf 1.

Þórdís Geirsdóttir, GK, varð svo í 3. sæti á +12 yfir pari, samtals 156 höggum (82 74) sama höggafjölda og Anna Sólveig Snorradóttir, GK (81 75). sem hafnaði í 4. sæti.

Anna Sólveig Snorradóttir, GK. Mynd: Golf 1

Það var mun meiri vindstilla í dag og sólríkara og hlýrra en í gær sem endurspeglaðist í skori þátttakenda en hver og ein einasta bætti sig ja allt að um 10-15 högg milli hringja.

Helstu úrslit í kvennaflokki eru eftirfarandi:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 H3 Alls Mismunur
1 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 2 F 33 36 69 -3 76 69 145 1
2 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 2 F 34 36 70 -2 79 70 149 5
3 Þórdís Geirsdóttir GK 6 F 38 36 74 2 82 74 156 12
4 Anna Sólveig Snorradóttir GK 7 F 38 37 75 3 81 75 156 12
5 Ingunn Einarsdóttir GKG 7 F 37 38 75 3 86 75 161 17
6 Ingunn Gunnarsdóttir GKG 4 F 39 37 76 4 85 76 161 17
7 Eygló Myrra Óskarsdóttir GO 5 F 37 41 78 6 83 78 161 17
8 Tinna Jóhannsdóttir GK 1 F 39 39 78 6 85 78 163 19
9 Ragna Björk Ólafsdóttir GKG 5 F 40 40 80 8 83 80 163 19
10 Signý Arnórsdóttir GK 3 F 42 38 80 8 83 80 163 19
11 Karen Guðnadóttir GS 7 F 43 37 80 8 85 80 165 21
12 Heiða Guðnadóttir GKJ 7 F 36 38 74 2 92 74 166 22
13 Saga Ísafold Arnarsdóttir GK 10 F 42 39 81 9 87 81 168 24
14 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 10 F 41 41 82 10 86 82 168 24
15 Berglind Björnsdóttir GR 4 F 41 39 80 8 89 80 169 25
16 Halla Björk Ragnarsdóttir GR 10 F 43 39 82 10 87 82 169 25
17 Sunna Víðisdóttir GR 4 F 41 39 80 8 90 80 170 26
18 Særós Eva Óskarsdóttir GKG 10 F 44 40 84 12 86 84 170 26
19 Hansína Þorkelsdóttir GKG 10 F 41 42 83 11 88 83 171 27
20 María Málfríður Guðnadóttir GKG 9 F 40 39 79 7 92 79 171 27
21 Sara Margrét Hinriksdóttir GK 13 F 47 38 85 13 89 85 174 30
22 Jódís Bóasdóttir GK 7 F 44 40 84 12 93 84 177 33
23 Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 12 F 47 40 87 15 92 87 179 35
24 Hulda Birna Baldursdóttir GKG 9 F 45 40 85 13 100 85 185 41
25 Auður Skúladóttir GO 19 F 47 46 93 21 99 93 192 48
26 Högna Kristbjörg KnútsdóttirForföll GK 11 9 87 43 130 22