Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sam Snead – 27. maí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er einn besti kylfingur allra tíma …. Sam Snead.  Sam fæddist 27. maí 1912 og hefði því orðið 100 ára í dag. Hann dó 23. maí 2002 þ.e. fyrir rúmum 10 árum.  Sam Snead vann 82 mót á PGA Tour þ.á.m. risamót 7 sinnum.  Hins vegar tókst honum aldrei að sigra á Opna bandaríska þó hann hafi landað 2. sætinu 4 sinnum. Á sínum tíma var Snead uppnefndur „Slammin Sammy“ vegna mikillar högglengdar sinnar.  Snead er höfundar margra gullperlna í orðatiltækjum, er tengdust golfi t.a.m. „Hafðu tölu á krónum og aurum, haltu þér frá whiskey og gefðu aldrei pútt.“  Hann var vígður í frægðarhöll kylfinga 1974.  Loks hlaut Sam Snead  PGA Tour Lifetime Achievement Award  árið 1998.

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:   Vaughan Somers, 27. maí 1951 (61 árs)

….. og ……


Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is