
Mesta eftirsjá stórkylfinga (11. grein af 20): Ian Woosnam – Myndskeið
Wee Woosie frá Wales er 54 ára og fyrrum nr. 1 á heimslistanum. Hann var m.a. sigurvegari á the Masters 1991 og man eftir einu andartaki, sem enn svíður þegar hann hugsar til þess. Það var við það tækifæri, sem kaddýinn hans sagði þessi orð: „You’re going to go ballistic.“ (lausleg þýðing: „Þú átt eftir að verða brjálaður!!!“)
Gefum Ian Woosnam orðið:
Mesta eftirsjáin? „Ég þarf ekki einu sinni að hugsa um þetta. Ef ég hefði bara litið í pokann fyrir lokahring Opna breska 2001 á Royal Lytham. Ef ég hefði bara gert það, hefði ég tekið eftir aukadrævernum í settinu. Ég var óheppinn að fyrsta brautin er par-3 og ég þurfti ekki á dræver að halda af teig. En þetta er bara svona [Woosnam hafði verið að prófa tvo drævera á æfingasvæðinu og báðir enduðu í settinu hans. Kaddýinn hans tók ekki eftir þessu fyrr en á 2. teig. Woosie fékk 2 högg í víti og lauk keppni T-3, 4 höggum á eftir David Duval.]
Sjá má myndskeið af því sem Ian Woosnam sér mest eftir með því að smella HÉR: (Innskot: Það sem Ian ætti ekki síður að sjá eftir er að kasta drævernum út í buskann. Kylfukast er aldrei til fyrirmyndar… undir engum kringumstæðum… sama hversu ergilegar eða kostnaðarfrekar aðstæður eru (aukakylfan var Woosnam dýr)!!!)
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða