Mesta eftirsjá stórkylfinga (12. grein af 20): Martin Kaymer
Flestallir kannast orðið við þýska kylfinginn Martin Kaymer, en hann vann PGA Championship risamótið 2010 og var um stutt skeið nr. 1 á heimslistanum. Eitthvað er lukkan farin að síga hjá Kaymer, en hann er dottinn af topp-10 á heimslistanum í þessari viku niður í 11. sætið.
Eftirsjá? Gefum Kaymer orðið:
„Ætli það hafi ekki verið fyrsta skiptið mitt á Masters [2008]. Ég var inni á flöt á 15. í tveimur höggum en chippaði úr þeirri legu yfir green-ið og í vatnið. Ég var kominn upp á flöt í 5 höggum, tvípúttaði og lokaskorið mitt var svört 7-a. Ég komst ekki í gegnum niðurskurð og það munaði 1 höggi. Ég mun aldrei gleyma þessu.
(Mesta eftirsjáin) utan vallar – það er erfiðara. Ég hef átt nokkuð hamingjuríkt líf. En ég vildi að ég hefði ekki farið í go-kart í ágúst 2009. [Kaymer braut 3 tær í því slysi]. Það kostaði mig fjarveru úr mótum, sem ég gæti hafa spilað á. Ég missti úr 7 vikur af golfi á tímabili þegar ég var í forystu á stigalista Evrópumótaraðarinnar. Ég get ekki sagt að það hafi kostað mig sigur á peningalistanum, en þetta hjálpaði ekki til. Sjö vikur án golfs var kvalarfullt, sérstaklega þegar maður sat og horfði á hina spila á öllum frábæru mótunum, sem eru á þessum árstíma. Það var erfitt að verða af móti eins og the Dunhill Links Championship í Skotlandi. Ég elska það mót. Ég hef verið í go-kart síðan þá. En ég keyri aðeins öðruvísi nú.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024