Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jocelyne Bourassa – 30. maí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er  Jocelyne Bourassa. Jocelyne  fæddist  í Shawinigan í Quebec, Kanada 30. maí 1947  og er því 65 ára í dag.   Hún átti frábæran áhugamannaferil vann á unglingamótum í Quebec, 1963, 1964 og 1965 og einnig sigraði hún á Canadian Women´s Amateur. Hún var kanadískur meistari 1971 og gerðist síðan atvinnumaður í golfi fyrir nákvæmlega 40 árum síðan þ.e. 1972.

Jocelyne Bourassa.

Bourassa nam íþróttafræði við Université de Montréal þar sem hún lagði m.a. stund á og var í blak-, körfubolta- og skíðaliði skólans og að auki í  liði skólans í frjálsum.

Jocelyn og kaddýinn hennar Mario Brisebois, 1973.

Bourassa spilaði á LPGA á árunum 1972-1979 og var m.a. valin nýliði ársins á LPGA fyrir 40 árum síðan, 1972. Sama ár hlaut hún Bobbie Rosenfeld Award sem veitt er besta kveníþróttamanni Kanada. Eins varð hún sama ár tekinn í Order of Canada.  Ári síðar vann hún fyrst kvenna La Canadienne golfmótið, sem er eini sigur hennar á LPGA.

Árið 1995 var Bourassa tekin í frægðarhöll Quebec og 1996 í frægðarhöll Kanada.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Michael Clayton, 30. maí 1957; Rubén Alvarez, 30. maí 1961 (51 árs); Jerry Springer, 30. maí 1968; Audrey Wooding, 30. maí 1970 (42 ára)  ….. og …..


Jason Wright (25 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is