Darren Clarke verður meðal þátttakenda á Opna írska
Í gær voru golffréttamiðlarnir yfirfullir af fréttum um að meiðsl í nára hefðu komið í veg fyrir að sigurvegari Opna breska 2011, Darren Clarke, tæki þátt í Opna bandaríska, sem hefst eftir 3 vikur.
Clarke sem býr í Portrush á Norður-Írlandi og er heiðursfélagi í einum flottasta klúbbi þar í landi, Royal Portrush, ætlar samt ekki að taka sér lengra frí en 4 vikna til þess að fá sig góðan af meiðslunum í nára, sem blossuðu upp á BMW PGA Championship í Wentworth, nú um helgina.
Í dag tilkynnti hann nefnilega að hann yrði með á Opna írska, sem fram fer eftir rúmar 4 vikur og hefst fimmtudaginn 28. júní 2012.
Um það hafði Darren Clarke eftirfarandi að segja: „Staðreyndin er að meiðslin hamla því að ég spili opinberlega fyrr en á Dunluce vellinum eftir mánuð […] Allir á N-Írlandi telja niður stundirnar fram að því að mótið hefst og ég er einn af þeim.“
Opna írska fór síðast fram á Norður-Írlandi 1953 og þá vann Skotinn Eric Brown í Belvoir Park Golf Club í suðurhluta Belfast. Þetta er í 10. sinn sem Opna írska fer fram á Norður-Írlandi og í raun í 1. sinn frá stofnun The European Tour árið 1972, þ.e. fyrir 40 árum.
Mótið hefir þrívegis farið fram á Royal Portrush; í fyrsta sinn 1930 þegar Englendingurinn Charles Whitcombe vann; í annað sinn 1937 þegar enn annar Englendingur, Bert Gadd vann og síðast 1947 þegar Írinn Harry Bradshaw vann fyrri af tveimur Opnu írsku titlum sínum (þann síðari tók hann í norðurhluta Belvoir Park, árið 1949).
Heimild: europeantour.com
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024