
Darren Clarke verður meðal þátttakenda á Opna írska
Í gær voru golffréttamiðlarnir yfirfullir af fréttum um að meiðsl í nára hefðu komið í veg fyrir að sigurvegari Opna breska 2011, Darren Clarke, tæki þátt í Opna bandaríska, sem hefst eftir 3 vikur.
Clarke sem býr í Portrush á Norður-Írlandi og er heiðursfélagi í einum flottasta klúbbi þar í landi, Royal Portrush, ætlar samt ekki að taka sér lengra frí en 4 vikna til þess að fá sig góðan af meiðslunum í nára, sem blossuðu upp á BMW PGA Championship í Wentworth, nú um helgina.
Í dag tilkynnti hann nefnilega að hann yrði með á Opna írska, sem fram fer eftir rúmar 4 vikur og hefst fimmtudaginn 28. júní 2012.
Um það hafði Darren Clarke eftirfarandi að segja: „Staðreyndin er að meiðslin hamla því að ég spili opinberlega fyrr en á Dunluce vellinum eftir mánuð […] Allir á N-Írlandi telja niður stundirnar fram að því að mótið hefst og ég er einn af þeim.“
Opna írska fór síðast fram á Norður-Írlandi 1953 og þá vann Skotinn Eric Brown í Belvoir Park Golf Club í suðurhluta Belfast. Þetta er í 10. sinn sem Opna írska fer fram á Norður-Írlandi og í raun í 1. sinn frá stofnun The European Tour árið 1972, þ.e. fyrir 40 árum.
Mótið hefir þrívegis farið fram á Royal Portrush; í fyrsta sinn 1930 þegar Englendingurinn Charles Whitcombe vann; í annað sinn 1937 þegar enn annar Englendingur, Bert Gadd vann og síðast 1947 þegar Írinn Harry Bradshaw vann fyrri af tveimur Opnu írsku titlum sínum (þann síðari tók hann í norðurhluta Belvoir Park, árið 1949).
Heimild: europeantour.com
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023