Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2012 | 10:00

GK: Aron Bjarni Stefánsson, Bryndís María Ragnarsdóttir og Guðbjartur Ísak Ásgeirsson sigruðu á Vormóti Hafnarfjarðar 2012

Nú á laugardaginn s.l., 26. maí 2012,  fór fram á Hvaleyrinni Vormót Hafnarfjarðar. Þátttakendur voru 96 og luku 89 keppni. Keppnisfyrirkomulag var höggleikur og punktakeppni. Verðlaun, gjafabréf að verðmæti kr. 50.000,- var í verðlaun fyrir besta skor bæði í karla og kvennaflokki og síðan voru verðlaun veitt fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni. Eins voru veitt nándarverðlaun og dregið úr skorkortum í mótslok.

Vormót Hafnarfjarðar

Helstu úrslit urðu eftirfarandi:

Besta skor:

Í karlaflokki: Aron Bjarni Stefánsson, GSE, 77 högg

Í kvennaflokki: Bryndís María Ragnarsdóttir, GK, 86 högg

 

Punktakeppni með forgjöf:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls H1
CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir +3
1 Guðbjartur Ísak Ásgeirsson GK 10 F 20 17 37 37 37
2 Ingvi Hrafn Hálfdánsson GK 18 F 22 15 37 37 37
3 Guðni Siemsen Guðmundsson GK 12 F 18 17 35 35 35
4 Baldvin Gunnarsson GS 11 F 18 17 35 35 35
5 Jóhann Þorgrímur Hallgrímsson GG 17 F 17 17 34 34 34