Skrautfuglinn Ian Poulter
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2012 | 16:00

Mesta eftirsjá stórkylfinga (13. grein af 20): Ian Poulter

Hverju skyldi enski kylfingurinn 36 ára, Ian Poulter sjá mest eftir?  Það er kunnara en frá þurfi að segja að hann er einn af þeim hugsar lítið um það sem hann lætur út úr sér eða tweet-ar. Hann lýsti aðdáendum fótboltaliðsins Tottenham t.a.m. sem „yids“.  Kannski að hann sjái eftir því eða klæðaburðinum úti á golfvelli, sem oft á tíðum er afar skrautlegur?

Nei, ekkert af þessu, enda er það sem Poulter lætur út úr sér oft skemmtilegt og klæðaburðurinn inn á milli einstaklega lekker. Gefum Poulter orðið:

„(Ef það er eitthvað sem ég sé eftir og vildi fá að endurtaka (fá mulligan á) ) þá er það drævið af 1. teig í 3. umferð the Masters 2010. Ég var í forystu á þeim tíma en hook-aði boltann til vinstri, kannski 50 yördum af leið miðað við þann stað, sem ég var að miða á. Þetta var hræðileg byrjum sem gaf tóninn fyrir dag vonbrigða. Ef ég gæti slegið höggið aftur og sett boltann á miðja braut hver veit hvað hefði gerst í framhaldinu?“ [Skor Poulter um helgina 2010 á the Masters var 74-73 og hann lauk keppni T-10].

Heimild: Golf Digest