Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2012 | 12:30

Högg Oosthuizen fyrir albatross á Masters valið högg aprílmánaðar á Evróputúrnum – myndskeið

Aðhögg Louis Oosthuizen fyrir albatross á lokahring the Masters mótsins á Augusta National Golf Club hefir verið valið högg aprílmánaðar á netinu á vefsíðu Evrópumótaraðarinnar. Sjá má höggið með því að smella HÉR: 

Þetta var glæsihögg með 4 járni af 235 yarda (u.þ.b. 215 metra færi) á 575 yarda (526 metra) 2. braut Augusta, líka þekkt undir nafninu „Pink Dogwood.“

Oosthuizen er aðeins 1 af 4 sem fengið hafa albatross á The Masters og þetta er fyrsti albatrossinn, sem næst á 2. holu.

Oosthuizen vann vefkosninguna með yfirburðum eða 95% atkvæða.

Eftir hringinn sagði Oosthuizen m.a. í blaðaviðtali: „Þetta er fyrsti albatrossinn minn. Þetta var gott högg með 4-járni.  Ég vissi að ef ég hitti boltann rétt myndi hann ná inn á flöt og rúlla í átt að flagginu. En ég taldi aldrei að hann myndi detta í holuna.“

Oosthuizen er nú í góðum félagsskap Gene Sarazen (1935), Bruce Devlin (1967) og Jeff Maggert (1994) sem allir  hafa náð albatross á Augusta, íá the Masters mótinu.

Hann er líka í góðum hópi félaga á Evróputúrnum, sem hafa átt högg mánuðina á undan honum þ.e  Sergio Garcia (janúar), Martin Kaymer (febrúar) og Paul Casey (mars).