Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Helga Rún Guðmundsdóttir – 31. maí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Helga Rún Guðmundsdóttir, GL. Helga Rún er fædd 31. maí 1970 og því 42 ára í dag. Hún er í kvennanefnd Golfklúbbsins Leynis á Akranesi. Nú um helgina, nánar tiltekið mánudaginn 28. maí, 2. í Hvítasunnu, tók afmæliskylfingurinn þátt í Hvítasunnumóti Guðmundar B Hannah á Garðavelli, á Akranesi og varð í verðlaunasæti þ.e. í 2. sæti af  96 þátttakendum með 41 glæsilegan punkt!

Nýlegt viðtal við Helgu Rún hefir birtst á Golf1, sem sjá má HÉR:  (Vert er að taka fram að forgjöf Helgu Rún er ranglega tilgreind í viðtalinu; eftir árangurinn frábæra er forgjöfin komin niður í 18,9!!!)

Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér:

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gil [Walter] Morgan, 31. maí 1941 (71 árs);  Laura Zonetta Baugh, 31. maí 1955 (57 ára); Angel Franco,(frá Paraguay) 31. maí 1958 (54 ára); Gary George Hallberg, 31. maí 1958 (54 ára); David Chad Campbell, 31. maí 1974 (38 ára)         ….. og …..

Árni Sófusson (66 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is