Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2012 | 07:00

LEK: Ágústa Dúa Jónsdóttir, Guðrún Garðars, Jens Guðfinnur Jensson, Sæmundur Pálsson og Páll Bjarnason sigruðu á 6. viðmiðunar- mótinu á Þorláksvelli 26. maí s.l.

Síðastliðinn laugardag, 26. maí 2012 fór fram 6. viðmiðunarmót LEK á Þorláksvelli, í Þorlákshöfn. Þátttakendur voru 91 og luku 85 keppni.  Margir bættu stöðu sína á stigalistanum með góðum árangri í mótinu, sérstaklega Páll Bjarnason í flokki 70+, sem var að taka þátt í sínu 4. móti og hlaut 330 stig, þar sem hann var bæði með besta skor og vann punktakeppnina í sínum flokki á Þorláksvelli.  Páll er kominn í 5. sæti stigalistans í fl. 70+.

Sjá má stigalistann í heild  HÉR: 

Næstu viðmiðunarmót LEK verða 2. og 3. júní n.k.; það fyrra á Hvaleyrinni í Hafnarfirði  og það síðara á Selsvelli að Flúðum.

Helstu úrslit á Þorlásvelli urðu eftirfarandi:

Ágústa Dúa, NK, sigurvegari í punktakeppni í flokki kvenna.                      Mynd: Í einkaeigu

Konur 50+

1. Ágústa Dúa Jónsdóttir 33 punktar

2. Halla Sigurgeirsdóttir 32 punktar

3. Björg Þórarinsdóttir 32 punktar

Besta skor án forgjafar: Guðrún Garðars 83 högg

Jens Guðfinnur Jensson, GR, sigurvegari í punktakeppni flokki karla 55+.               Mynd: grgolf.is

Karlar 55+

1. Jens Guðfinnur Jensson 39 punktar

2. Bragi Jónsson 37 punktar

3. Sæmundur Pálsson 37 punktar

4. Jón Alfreðsson 37 punktar

Besta skor án forgjafar: Sæmundur Pálsson 72 högg

Páll Bjarnason, GR, sigurvegari í flokki 70+. Mynd: Úr myndasafni Helga Hólm

Karlar 70+

1. Páll Bjarnason 33 punktar

2. Hans Jakob Kristinsson 31 punktur

3. Jens Karlsson 31 punktur

Besta skor án forgjafar: Páll Bjarnason 84 högg

Nándarverðlaun: 

Á 2. holu: Guðjón Sveinsson var 1,94 m frá holu.

Á 12. holu: Hans Jakob Kristinsson var 0,99 m frá holu.

Heimild: www.lek.is