Evróputúrinn: Thongchai Jaidee sigraði á ISPS Handa Wales Open
Það var Thaílendingurinn Thongchai Jaidee, sem sigraði á ISPS Handa Wales Open í dag. Jaidee spilaði samtals á -6 undir pari, 278 höggum (71 68 67 72). Þetta var fyrsti sigur Thongchai Jaidee á Evróputúrnum, utan Asíu. Þegar sigurinn lá fyrir sagði Jaicee:„Ég vil þakka öllum í fjölskyldu minni, stuðningsmönnum og styrktaraðilum. Aðstæður voru erfiðar hér fyrir mig. Ég reyndi að hitta brautir, þar var aðalatriðið og slá síðan boltann inn á flöt. Það var mjög, mjög erfitt fyrir mig, þetta er alls ekki eins og á Thaílandi.“ Að sigurlaunum hlaut Jaidee tékk upp á € 372,720. Öðru sæti, aðeins 1 höggi á eftir Jaidee, deildu 4 kylfingar: Daninn Thomas Björn, Lesa meira
Ólafur Björn Loftsson í 15. sæti í Carrick Neil Scottish Open Stroke Play Championship
Ólafur Björn Loftsson, NK, tók þátt í Carrick Neil Scottish Open Stroke Play Championship, m.ö.o. Opna skoska áhugamannamótinu. Mótið stóð dagana 1. – 3. júní og lauk því í dag. Ólafur Björn spilaði á samtals 292 höggum (71 74 77 70), en spilað var á Kilmarnock vellinum. Hann lauk keppni í 15. sæti, sem er glæsilegur árangur. Til þess að sjá stöðuna á Carrick Neil Scottish Open Stroke Play Championship smellið HÉR:
LET: Carlota Ciganda sigurvegari á Deloitte Ladies Open í Hollandi
Það var spænska stúlkan Carlota Ciganda sem stóð uppi sem sigurvegari á Deloitte Ladies Open í Hollandi. Carlota spilaði hringina 4 á samtals á -9 undir pari, samtals 207 höggum (71 67 69). Þetta er fyrsti sigur þessarar 22 ára stúlku frá Pamplona á Spáni, á Evrópumótaröð kvenna. Í 2. sæti 2 höggum á eftir Carlotu varð Ursula Wikström frá Finnlandi, hún var s.s. á -7 undir pari, 209 höggum (71 68 70). Ursula hefir verið ofarlega í mótum Evrópumótaraðar kvenna það sem af er árinu og það hlýtur bara að koma að því að hún sigri á s.s. einu móti! Í 3. sæti varð Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku á Lesa meira
GKB: Sveinn Snorrason lék „á aldri sínum“ – 87 höggum … og varð í 1. sæti í Opna Húsasmiðjumótinu – Glæsilegt!!!
Á heimasíðu Golfklúbbsins Kiðjabergs er eftirfarandi frétt: „Sveinn Snorrason varð í 1. sæti í karlaflokki á Opna Húsasmiðjumótinu á Kiðjabergsvelli laugardaginn 2. júní; lék á 87 höggum, en aldur hans er 87 ár. Lék hann því á aldri sínum sem er einstakt afrek. Sveinn er meðlimur í þremur golfklúbbum, Keili, GR og GKB. Hann spilar golf nær daglega allt árið um kring. Er þetta hans besta skor í höggum í langan tíma, lækkaði hann forgjöfina sína um 1,2 á hringnum. Að loknum hringnum þá vildi hann koma því að, að hann þakkaði þetta góða skor góðum spilafélögum jafnframt frábærum velli og einstakri veðurblíðu, og síðast en ekki síst að hann Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Axel Bóasson, 3. júní 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Axel Bóasson. Axel er fæddur 3. júní 1990 og því 22 ára í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Axel er við nám og spilar golf með golfliði Mississippi háskóla, í Bandaríkjunum og er núverandi Íslandsmeistari í höggleik. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér: Axel Bóasson (22 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hale Irwin, 3. júní 1945 … og … Baldvin K Baldvinsson, GO (45 ára) Elísa Rún Gunnlaugsdóttir (15 ára) Á Grænni Grein (59 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef Lesa meira
GO: Þórdís Geirs var á besta skorinu í Styrktarmóti Soroptimistafélags Reykjavíkur – spilaði Oddinn á 69 glæsihöggum!!!
Eitt af fjölmörgum mótum sem fram fór í gær, laugardaginn 2. júní 2012, var árlegt kvennamót – Styrktarmót Soroptimistafélags Reykjavíkur. Mótið er gríðarlega vinsælt enda spilað til stuðnings góðu málefni og verðlaunin með þeim glæsilegri. Fullt var orðið í það fyrir löngu og þátttakendur 184. Nafnið Soroptimisti kemur sumum spánskt fyrir sjónir og kunna þeir að spyrja sig: Hvað eru Soroptimistar eiginlega? Hugtakið soroptimisti kemur úr latínu og þýðir „það sem er best fyrir konur“. Fyrstu alþjóðlegu Soroptimistasamtökin voru stofnuð árið 1921. Starf innan samtakanna fer fram í sjálfboðavinnu og er tilgangur félagsins að bæta líf kvenna og stúlkna allsstaðar í heiminum. Reykjavíkurklúbbur Soroptimista er elsti klúbburinn á Íslandi. Styrktarmót Soroptimistafélagsins er Lesa meira
PGA: Spencer Levin leiðir fyrir lokadag Memorial mótsins
Það er Bandaríkjamaðurinn Spencer Levin, sem tekið hefir forystu fyrir lokahring Memorial mótsins sem spilaður verður á morgun. Samtals er Levin búinn að spila á -8 undir pari, 208 höggum (67 72 69). Á hringnum í dag fékk Levin örn, 4 fugla og 3 skolla. Í 2. sæti er forystumaður gærdagsins, Rory Sabbatini frá Suður-Afríku. Hann er 1 höggi á eftir Levin, þannig að forystan er ekki mikil. Í 3. sæti er Rickie Fowler á -5 undir pari, 211 höggum ( 71 71 69). Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Memorial mótinu smellið HÉR:
Unglingamótaröð Arion banka (2): Úrslit eftir fyrri dag á Þverárvelli að Hellishólum
Í dag hófst að Hellishólum 2. mót á Unglingamótaröð Arion banka. Þátttakendur eru 146. Tveir spiluðu Þverárvöll undir pari. Ragnar Már Garðarsson, GKG, spilaði á glæsilegum 69 höggum og Henning Darri Þórðarson, GK, á -1 undir pari, 70 höggum, sem var ekki síður glæsilegt. Helstu úrslit eftir fyrri dag mótsins á Þverárvelli að Hellishólum eru eftirfarandi: Flokkur 14 ára og yngri stelpna: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 Alls Mismunur 1 Þóra Kristín Ragnarsdóttir GK 13 F 39 43 82 11 82 82 11 2 Thelma Sveinsdóttir GK 17 F 44 45 89 18 89 89 18 3 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir Lesa meira
Áskorendamótaröð Arion banka (2): Kinga Korpak, Axel Daði Reynisson, Salvör Jónsdóttir Ísberg, Úlfur Þór Egilsson og Jökull Schiöth sigruðu – myndasería
Í dag, 2. júní 2012, fór fram á Kirkjubólsvelli hjá GSG, 2. mótið í Áskorendamótaröð Arion banka. Þátttakendur voru 98, sem spiluðu aldursflokkaskipt í 3 flokkum. Spilaður var höggleikur án forgjafar. Veður til golfleiks var ágætt nema hvað um 1 leytið skall á þoka. Sá sem var á besta skorinu glæsilegum 76 höggum var í flokki 14 ára og yngri stráka, en það var Axel Daði Reynisson, GK. Glæsilegt skor!!! Sumir voru komnir langt að eins og t.d. Kristófer Tjörvi Einarsson, GMS, sem kom alla leið frá Stykkishólmi til þess að taka þátt í mótinu. Sjá myndaseríu úr mótinu hér: ÁSKORENDAMÓTARÖÐ ARION BANKA Á KIRKJUBÓLSVELLI -2. JÚNÍ 2012 Helstu úrslit Lesa meira







