Þórdís Geirsdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2012 | 08:00

GO: Þórdís Geirs var á besta skorinu í Styrktarmóti Soroptimistafélags Reykjavíkur – spilaði Oddinn á 69 glæsihöggum!!!

Eitt af fjölmörgum mótum sem fram fór í gær, laugardaginn 2. júní 2012, var árlegt kvennamót – Styrktarmót Soroptimistafélags Reykjavíkur.  Mótið er gríðarlega vinsælt enda spilað til stuðnings góðu málefni og verðlaunin með þeim glæsilegri. Fullt var orðið í það fyrir löngu og þátttakendur 184.

Konur að slaka á eftir hring í góðviðrinu á Styrktarmóti Soroptimistafélags Reykjavíkur á Urriðavelli í gær. Mynd: Golf 1

Nafnið Soroptimisti kemur sumum spánskt fyrir sjónir og kunna þeir að spyrja sig: Hvað eru Soroptimistar eiginlega? Hugtakið soroptimisti kemur úr latínu og þýðir „það sem er best fyrir konur“. Fyrstu alþjóðlegu Soroptimistasamtökin voru stofnuð árið 1921. Starf innan samtakanna fer fram í sjálfboðavinnu og er tilgangur félagsins að bæta líf kvenna og stúlkna allsstaðar í heiminum. Reykjavíkurklúbbur Soroptimista er elsti klúbburinn á Íslandi.

Soffía Vernharðsdóttir, GO, tók þátt í Styrktarmóti Soroptimistafélags Reykjavíkur, í gær. Mynd: Golf 1

Styrktarmót Soroptimistafélagsins er orðið að árlegum viðburði og er haldið í samvinnu við Umsjónarfélag einhverfra til styrktar sumarnámskeiðum einhverfra unglinga, sem ber yfirskriftina „Minn styrkur“. Allur ágóði mótsins rann beint í þetta verkefni. Keppt var í tveimur forgjafarflokkum, 0-20 og 21-36.

Þórdís Geirs, GK. Mynd: Golf 1

Sem fyrr voru glæsileg verðlaun fyrir fyrstu 8 sætin í báðum flokkum og síðan var dregið úr skorkortum.  Það var Þórdís Geirsdóttir, GK, sem var á besta skorinu, spilaði Urriðavöll á -2 undir pari, 69 höggum og hlaut 41 punkta, sem voru flestir punktar í forgjafarlægri flokknum.  Sérstök verðlaun voru fyrir að vera á besta skorinu en það var áletraður tertuspaði frá Líf og list.

Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, spilaði Urriðavöll líka undir pari í gær þ.e -1 undir pari, 70 höggum og var á næstbesta skori þátttakenda. Hún tók 3. sætið í punktakeppninni í forgjafarlægri flokknum.

Glæsilegt bæði hjá Þórdísi og Ingunni!!!

Hollið, sem Þórdís Geirs var í, á Soroptimistamótinu. F.v.: Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir, GKG, Hjördís S. Þórðardóttir, GO, Þórdís, GK og Ólöf Baldursdóttir, GK. Mynd: Golf 1

Með flesta punkta í mótinu var síðan Elínborg Sigurðardóttir, GR,  sem spilaði í forgjafarhærri flokknum, en hún fékk 44 glæsipunkta í gær!!!

Ingunn Gunnarsdóttir, GKG. Mynd: Golf 1.

Helstu úrslit urðu annars þessi:

Fgj. 0-20

1. sæti Þórdís Geirsdóttir, GK, 41 pkt. Hún hlaut  í verðlaun flugfar/ ferð með Heimsferðum.

2. sæti Unnur Jónsdóttir, GOB, 40 pkt. Hún hlaut  Gistingu fyrir 2 á Hótel Geysi og Eddu Hótel.

3. sæti Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, 39 pkt. Hún hlaut í verðlaun golfskó frá ECCO.

4. sæti Kristín Dagný Magnúsdóttir, GR, 38 pkt. Hún hlaut í verðlaun golffatnað frá Didriksson.

5. sæti Ingrid Svenson, GR, 37 pkt.  Hún hlaut í verðlaun dagsferð að eigin vali frá Útivist.

6. sæti Margrét Sigmundsdóttir, GK, 37 pkt. Hún hlaut í verðlaun gjafakörfu frá Ölgerðinni.

7. sæti Erla Pétursdóttir, GKB, 36 pkt. Hún hlaut í verðlaun slökkvitæki og sjúkrakassa frá Securitas.

8. sæti Bjarndís Jónsdóttir, GR, 35 pkt. Hún hlaut í verðlaun helgarferð/dagsferð með Ferðafélaginu.

Rannveig Hjaltadóttir, GK, var í Styrktarmóti Soroptimistafélags Reykjavíkur á Urriðavelli í gær. Mynd: Golf 1

Fgj. 20,1-36

1. sæti  Elínborg Sigurðardóttir, GR, 44 pkt. Hún hlaut  í verðlaun flugferð/ferð með Heimsferðum.

2. sæti Íris Ægisdóttir, GR, 43 pkt. Hún hlaut  gistingu fyrir 2 á Hótel Geysi/Eddu Hótel.

3. sæti Þórhalla Arnardóttir, GÖ, 43 pkt. Hún hlaut í verðlaun golfskó frá ECCO.

4. sæti Erlín Linda Sigurðardóttir, GO, 41 pkt. Hún hlaut í verðlaun golffatnað frá Didriksson.

5. sæti Theodóra Stella Hafsteinsdóttir, GR, 39 pkt.  Hún hlaut í verðlaun dagsferð að eigin vali frá Útivist.

6. sæti Sigurlaug Albertsdóttir, GK, 39 pkt. Hún hlaut í verðlaun gjafakörfu frá Ölgerðinni.

7. sæti Hulda Eygló Karlsdóttir, GKG, 39 pkt. Hún hlaut í verðlaun slökkvitæki og sjúkrakassa frá Securitas.

8. sæti Margrét Jónsdóttir, NK, 38 pkt. Hún hlaut í verðlaun helgarferð/dagsferð frá Ferðafélaginu.

Dýrleif Arna Guðmundsdóttir, GO, var í Styrktarmóti Soroptimistafélags Reykjavíkur í fallegum svörtum golfkjól frá Poodle. Mynd: Golf 1

Nándarverðlaun: Vallargjald fyrir tvo – Keilir Vallargjald fyrir tvo – Nesvöllur Vallargjald fyrir tvo – Urriðavöllur Vallargjald fyrir tvo – GR Næst holu í öðru höggi, (á valinni braut) Kjóll, Rósa Design Lengsta teighögg: Flík, Ásta Design Silfurhringur, Hansína Jens Hvatningarverðlaun Vallargjald fyrir tvo – Geysir

Skorkortaverðlaun í ár: Golfvörur, Örninn golfverslun 3x gjafakort í 10 daga Betri aðild, Hreyfing/Blue Lagoon Skin Care Fljótandi djúpslökun fyrir tvo – Blue Lagoon spa Algae Mask – Blue Lagoon Skin Care Golfhandklæði og golfhanski Vallargjald fyrir tvo – Akureyri Vallargjald fyrir tvo – Kjölur 2x hamborgaramáltíð + gos fyrir tvo – Hamborgarafabríkkan Leirmunir, Kogga Myndverk, Margrét Kjartansdóttir 2x Grafíkmynd, Inga Dóra 3x Snyrtivörur, Óm snyrtivörur 2x ferðapokar fyrir tvo, Steina Sig. Glerlistaverk, Selma Hannesdóttir Myndverk, Gísli B. Björnsson Slökkvitæki og sjúkrakassi, Securitas 2x Dale Carnegie námskeið (gjafabréf upp á 20.000 kr.) Nivea gjafakarfa 2x Keramik órói, Olga Dagmar 3x Hellu ullarsokkar 3x Stór pungur með golfleikföngum 3x lítill pungur með golfleikföngum Íslenskur hönnunargripur, Tullpop Gjafabréf, Copra sokkaverslun 5x Morgunverðarsett, Rosendahl 5x Happ,happ húrra, Happ 5x Matreiðslubækur, Rósa Guðbjartsdóttir.

Þátttakendur á Styrktarmóti Soroptimistafélags Reykjavíkur, 2. júní 2012. Mynd: Golf 1

Loks er nokkuð sem orðið er árlegt í Styrktarmóti Soroptimistafélags Reykjavíkur, en það er Gleðidráttur í blálokin, þar sem dregnir eru út 10 gleðipokar !!!  Skemmtun, sem bara þeir sem tekið hafa þátt í golfmóti Soroptimistafélagsins vita út á hvað gengur!

Eitt glæsilegasta kvennamót sumarsins er að baki, en það er um að gera að koma aftur að ári og spila golf á fallegum Urriðavellinum, styrkja gott málefni í leiðinni og taka þátt í verðlaunaafhendingu um kvöldið, sem á sér vart sinn líka í íslensku golfi!